Færeyingar vilja fullveldi Jón Ísak Ragnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. júní 2025 23:18 Forsætisráðherra Danmerkur, lögmaður Færeyja og formaður landstjórnar Grænlands héldu blaðamannafund í hinni aldagömlu Stokkastofu að ríkisfundi loknum í dag. Vísir/Rafn Færeyjar skulu verða sjálfstætt land í sambandi við Danmörku og krefjist það afnáms dönsku stjórnarskrárinnar á eyjunum verður slíkt hið sama gert. Þetta kom fram í máli Aksel Jóhannessen, lögmanns Færeyja, eftir ríkisfund danska samveldisins sem fram fór í Þórshöfn í dag. Mette Frederiksen, forsætirsáðherra Danmerkur, Aksel V. Jóhannesen, lögmaður Færeyja, og Jens Frederik-Nielsen, formaður landstjórnar Grænlands, ræddu málin á svokölluðum ríkisfundi í dag sem haldinn er tvisvar á ári. Hann sækja leiðtogar og ráðherrar úr ríkisstjórnum Færeyja, Grænlands og Danmerkur. Fundurinn fór fram í Færeyjum. Í gær fór óformlegur fundur fram á eyjunni Tindhólmi, en eftir þann fund sagði Aksel í viðtali við Kringvarpið að hann hefði sagt við kollega sína að Færeyingar færu fram á meira sjálfstæði í utanríkismálum. Færeyingar flögguðu íslenska þjóðfánanum í dag.Vísir/Rafn Fundurinn sjálfur var haldinn í Salnum svokölluðum, byggingu sem var reist yst á Þinganesi árið 1781 og hýsti færeyska þingið um árabil. Þar viðhafði Aksel sambærilegan málflutning, og sagðist vona að danska ríkisstjórnin sæi sér fært að samþykkja það. Vill fjárfesta í hernaðarinnviðum Mette Frederiksen talaði aðallega um varnarmál og var tíðrætt um mikilvægi þétts hernaðarlegs samstarfs innan danska samveldisins. Hún hét því að styrkja varnir á Grænlandi. Hún sagði einnig að Danmörk hygðist fjárfesta í auknum mæli út fyrir landsteinana og í fjarlægari kimum konungsríkisins. Það væri vilji ríkisstjórnarinnar að fjárfesta í hernaðarlegum innviðum sem og öðrum innviðum á Færeyjum og Grænlandi en sérstaklega á Grænlandi. Jens Frederik-Nielsen, formaður landstjórnar Grænlands, sagði Grænlendinga lengi hafa viljað auknar heimildir í utanríkismálum. Hann lagði einnig mikla áherslu á það að komið verði fram við Grænland sem jafningja til að mynda í Norðurlandaráði en í dag eiga Grænland aðeins einn fulltrúa, samanber þá sjö sem við Íslendingar eigum og þá átján sem Danir eiga. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.Vísir/Rafn Rafn Ágúst fréttamaður Vísis er í Færeyjum og ræddi við leiðtoga danska samveldisins að loknum blaðamannafundi. Hann segir að Mette Frederiksen hafi engum spurningum svarað um kröfur Færeyinga um meira sjálfstæði hvað utanríkismálin varðar. Hún hafi snúið upp á spurninguna og varið miklu púðri í að ræða öryggis- og varnarmál Mette hafi samþykkt að veita viðstöddum fréttamönnum viðtöl að loknum blaðamannafundi, en eftir fundinn hafi hún yfirgefið svæðið án þess að veita viðtal. Sama gilti raunar um kollega hennar Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra en flótti hans tengist nýjustu fréttum úr Kristjánsborg um að hann hafi boðið þingmanni sem yfirgefið hafði flokk hans að borga honum til að hverfa af sviði stjórnmálanna til að halda meirihluta á danska þinginu. Sirið Stenberg, félagsmálaráðherra Færeyja og formaður hins sjálfstæðissinnaða Þjóðveldisflokks, gaf það í skyn í samtali við færeyska ríkisútvarpið að ákafi dönsku fulltrúanna í að ræða varnarmál hefði ekki komið sér á óvart. Fundurinn sjálfur, sem stóð yfir frá í morgun og fram til um hálf þrjú, hafi verið tvískiptur. Fyrri helming hans var varið í að ræða varnarmál samveldisins í ljósi nýrra áskorana og þeim seinni í „ríkisrættarligu støðuna,“ það er að segja, stöðu Færeyja sem aðildarþjóð. Ánægður með samstarf Færeyja og Íslands Aksel Jóhannesen lögmaður Færeyja er vongóður um að Danir muni koma til móts við kröfur Færeyinga. Heldur þú að danska ríkisstjórninn muni koma til móts við óskir ykkar um aukið sjálfstæði í utanríkismálum? „Það vona ég og þær samræður sem við höfum átt með dönsku ríkisstjórninni hafa verið jákvæðar. Ég held að pólitískt séð skilji danska ríkisstjórnin þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í Færeyjum og að við þurfum að mæta þeim áskorunum.“ Aksel Johannesen segist hafa átt jákvæðar samræður með dönsku ríkisstjórninni.Vísir/Rafn „Ég er bjartsýnn á það að við getum gert samkomulag við dönsku ríkisstjórnina um að fá það utanríkispólitíska sjálfstæði sem við þurfum á að halda.“ Finnst þér eitthvað táknrænt við að þessi fundur og þessi ummæli þín fari fram á þjóðhátíðardegi Íslendinga, sem er jú dagurinn þar sem því er fagnað að Ísland varð sjálfstætt lýðveldi utan hvers konar ríkjasambands? „Það er það því miður ekki en til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Við í Færeyjum erum mjög ánægð með það samstarf sem við eigum með Íslandi og við vonumst til að geta átt ábátasamt og náið samstarf með Íslandi í framtíðinni.“ Fullveldi Færeyja á dagskrá Í kvöldfréttum Kringvarps Færeyja í kvöld var væntanlega mikið fjallað um ríkisfundinn. Enda hafði Aksel V. Jóhannesen lögmaður sagt í samtali við færeyska fréttamenn að hann hefði gert kollegum sínum í Kristjánsborg og Nuuk ljósar óskir sínar um aukið sjálfstæði í utanríkismálum. Á blaðamannafundinum í kjölfar fundar ráðherranna var þó líkt og fram hefur komið lítið um skýr svör um framhaldið. Þar talaði hann um að færeyska lögþingið væri samróma um að óbreytt fyrirkomulag samveldisins væri óásættanlegt og að Færeyjar vildu eiga í jafningjasambandi við Danmörku. Í samtali við ríkisútvarpið færeyska í kjölfar fundarins var hann afdráttarlausari í máli. Þá sagði hann að Færeyjar skuli verða sjálfstætt land í samstarfi við Danmörku. Hann tók það meira að segja fram að krefðist það þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám dönsku stjórnarskrárinnar á Færeyjum yrði slíkt hið sama gert. Stjórnmálaskýrandinn Jóannes Eidesgaard fór yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Kringvarpsins og sagði þá að það fyrsta sem hann hugsaði þegar hann heyrði ræðu lögmannsins og ummæli hans í færeyskum fjölmiðlum eftir fundinn væri fullveldi Íslands sem við fengum árið 1918. Það fól í sér að konungur Danmerkur, þá Kristján tíundi, væri einnig konungur hins sjálfstæða konungsríkis Íslands sem færi annars með flestöll sín mál sjálf. Færeyjar yrðu þannig fullvalda ríki í álíka sambandi við Danmörku og Ísland hafði á árunum 1918 til 1944 nema heimfært á nútímann. Jens Frederik Nielsen er formaður landstjórnar Grænlands.Vísir/Rafn Jens Frederik Nielsen lagði mikla áherslu á að samband ríkja samveldisins yrði á jafningjagrundvelli. Nú vorum við Íslendingar í sömu pólitísku stöðu og þið fyrir einhverjum áratugum síðan en öðluðumst sjálfstæði fyrir akkúrat 81 ári í dag. Horfa Grænlendingar til Íslands og okkar vegferð til sjálfstæðis? „Einmitt núna starfar Grænland á grunni sem gerir okkur kleift að öðlast sjálfstæði í framtíðinni. Í því ferli eru aðrir hluti sem við þurfum að skoða í samhengi þess ríkjasambands sem við erum í akkúrat núna. Grænland vill þjóðaratkvæðagreiðslu þegar öllu er á botninn hvolft en nú erum við í þeirri stöðu að við þurfum að fara í saumana á jafnræðinu og það er það sem við erum að gera.“ Fulltrúar Grænlands, Jens Frederik-Nielsen landstjórnarformaður og Múte B. Egede fjármálaráðherra og fyrrverandi landstjórnarformaður.Vísir/Rafn Lars Løkke í góðum gír.Vísir/Rafn Lögmaðurinn ræddi við íslenska, danska og færeyska fjölmiðla að blaðamannafundi loknum.Vísir/Rafn Leiðtogar Grænlands og Danmerkur féllust í faðmlög.Vísir/Rafn Færeyjar Danmörk Grænland Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætirsáðherra Danmerkur, Aksel V. Jóhannesen, lögmaður Færeyja, og Jens Frederik-Nielsen, formaður landstjórnar Grænlands, ræddu málin á svokölluðum ríkisfundi í dag sem haldinn er tvisvar á ári. Hann sækja leiðtogar og ráðherrar úr ríkisstjórnum Færeyja, Grænlands og Danmerkur. Fundurinn fór fram í Færeyjum. Í gær fór óformlegur fundur fram á eyjunni Tindhólmi, en eftir þann fund sagði Aksel í viðtali við Kringvarpið að hann hefði sagt við kollega sína að Færeyingar færu fram á meira sjálfstæði í utanríkismálum. Færeyingar flögguðu íslenska þjóðfánanum í dag.Vísir/Rafn Fundurinn sjálfur var haldinn í Salnum svokölluðum, byggingu sem var reist yst á Þinganesi árið 1781 og hýsti færeyska þingið um árabil. Þar viðhafði Aksel sambærilegan málflutning, og sagðist vona að danska ríkisstjórnin sæi sér fært að samþykkja það. Vill fjárfesta í hernaðarinnviðum Mette Frederiksen talaði aðallega um varnarmál og var tíðrætt um mikilvægi þétts hernaðarlegs samstarfs innan danska samveldisins. Hún hét því að styrkja varnir á Grænlandi. Hún sagði einnig að Danmörk hygðist fjárfesta í auknum mæli út fyrir landsteinana og í fjarlægari kimum konungsríkisins. Það væri vilji ríkisstjórnarinnar að fjárfesta í hernaðarlegum innviðum sem og öðrum innviðum á Færeyjum og Grænlandi en sérstaklega á Grænlandi. Jens Frederik-Nielsen, formaður landstjórnar Grænlands, sagði Grænlendinga lengi hafa viljað auknar heimildir í utanríkismálum. Hann lagði einnig mikla áherslu á það að komið verði fram við Grænland sem jafningja til að mynda í Norðurlandaráði en í dag eiga Grænland aðeins einn fulltrúa, samanber þá sjö sem við Íslendingar eigum og þá átján sem Danir eiga. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.Vísir/Rafn Rafn Ágúst fréttamaður Vísis er í Færeyjum og ræddi við leiðtoga danska samveldisins að loknum blaðamannafundi. Hann segir að Mette Frederiksen hafi engum spurningum svarað um kröfur Færeyinga um meira sjálfstæði hvað utanríkismálin varðar. Hún hafi snúið upp á spurninguna og varið miklu púðri í að ræða öryggis- og varnarmál Mette hafi samþykkt að veita viðstöddum fréttamönnum viðtöl að loknum blaðamannafundi, en eftir fundinn hafi hún yfirgefið svæðið án þess að veita viðtal. Sama gilti raunar um kollega hennar Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra en flótti hans tengist nýjustu fréttum úr Kristjánsborg um að hann hafi boðið þingmanni sem yfirgefið hafði flokk hans að borga honum til að hverfa af sviði stjórnmálanna til að halda meirihluta á danska þinginu. Sirið Stenberg, félagsmálaráðherra Færeyja og formaður hins sjálfstæðissinnaða Þjóðveldisflokks, gaf það í skyn í samtali við færeyska ríkisútvarpið að ákafi dönsku fulltrúanna í að ræða varnarmál hefði ekki komið sér á óvart. Fundurinn sjálfur, sem stóð yfir frá í morgun og fram til um hálf þrjú, hafi verið tvískiptur. Fyrri helming hans var varið í að ræða varnarmál samveldisins í ljósi nýrra áskorana og þeim seinni í „ríkisrættarligu støðuna,“ það er að segja, stöðu Færeyja sem aðildarþjóð. Ánægður með samstarf Færeyja og Íslands Aksel Jóhannesen lögmaður Færeyja er vongóður um að Danir muni koma til móts við kröfur Færeyinga. Heldur þú að danska ríkisstjórninn muni koma til móts við óskir ykkar um aukið sjálfstæði í utanríkismálum? „Það vona ég og þær samræður sem við höfum átt með dönsku ríkisstjórninni hafa verið jákvæðar. Ég held að pólitískt séð skilji danska ríkisstjórnin þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í Færeyjum og að við þurfum að mæta þeim áskorunum.“ Aksel Johannesen segist hafa átt jákvæðar samræður með dönsku ríkisstjórninni.Vísir/Rafn „Ég er bjartsýnn á það að við getum gert samkomulag við dönsku ríkisstjórnina um að fá það utanríkispólitíska sjálfstæði sem við þurfum á að halda.“ Finnst þér eitthvað táknrænt við að þessi fundur og þessi ummæli þín fari fram á þjóðhátíðardegi Íslendinga, sem er jú dagurinn þar sem því er fagnað að Ísland varð sjálfstætt lýðveldi utan hvers konar ríkjasambands? „Það er það því miður ekki en til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Við í Færeyjum erum mjög ánægð með það samstarf sem við eigum með Íslandi og við vonumst til að geta átt ábátasamt og náið samstarf með Íslandi í framtíðinni.“ Fullveldi Færeyja á dagskrá Í kvöldfréttum Kringvarps Færeyja í kvöld var væntanlega mikið fjallað um ríkisfundinn. Enda hafði Aksel V. Jóhannesen lögmaður sagt í samtali við færeyska fréttamenn að hann hefði gert kollegum sínum í Kristjánsborg og Nuuk ljósar óskir sínar um aukið sjálfstæði í utanríkismálum. Á blaðamannafundinum í kjölfar fundar ráðherranna var þó líkt og fram hefur komið lítið um skýr svör um framhaldið. Þar talaði hann um að færeyska lögþingið væri samróma um að óbreytt fyrirkomulag samveldisins væri óásættanlegt og að Færeyjar vildu eiga í jafningjasambandi við Danmörku. Í samtali við ríkisútvarpið færeyska í kjölfar fundarins var hann afdráttarlausari í máli. Þá sagði hann að Færeyjar skuli verða sjálfstætt land í samstarfi við Danmörku. Hann tók það meira að segja fram að krefðist það þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám dönsku stjórnarskrárinnar á Færeyjum yrði slíkt hið sama gert. Stjórnmálaskýrandinn Jóannes Eidesgaard fór yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Kringvarpsins og sagði þá að það fyrsta sem hann hugsaði þegar hann heyrði ræðu lögmannsins og ummæli hans í færeyskum fjölmiðlum eftir fundinn væri fullveldi Íslands sem við fengum árið 1918. Það fól í sér að konungur Danmerkur, þá Kristján tíundi, væri einnig konungur hins sjálfstæða konungsríkis Íslands sem færi annars með flestöll sín mál sjálf. Færeyjar yrðu þannig fullvalda ríki í álíka sambandi við Danmörku og Ísland hafði á árunum 1918 til 1944 nema heimfært á nútímann. Jens Frederik Nielsen er formaður landstjórnar Grænlands.Vísir/Rafn Jens Frederik Nielsen lagði mikla áherslu á að samband ríkja samveldisins yrði á jafningjagrundvelli. Nú vorum við Íslendingar í sömu pólitísku stöðu og þið fyrir einhverjum áratugum síðan en öðluðumst sjálfstæði fyrir akkúrat 81 ári í dag. Horfa Grænlendingar til Íslands og okkar vegferð til sjálfstæðis? „Einmitt núna starfar Grænland á grunni sem gerir okkur kleift að öðlast sjálfstæði í framtíðinni. Í því ferli eru aðrir hluti sem við þurfum að skoða í samhengi þess ríkjasambands sem við erum í akkúrat núna. Grænland vill þjóðaratkvæðagreiðslu þegar öllu er á botninn hvolft en nú erum við í þeirri stöðu að við þurfum að fara í saumana á jafnræðinu og það er það sem við erum að gera.“ Fulltrúar Grænlands, Jens Frederik-Nielsen landstjórnarformaður og Múte B. Egede fjármálaráðherra og fyrrverandi landstjórnarformaður.Vísir/Rafn Lars Løkke í góðum gír.Vísir/Rafn Lögmaðurinn ræddi við íslenska, danska og færeyska fjölmiðla að blaðamannafundi loknum.Vísir/Rafn Leiðtogar Grænlands og Danmerkur féllust í faðmlög.Vísir/Rafn
Færeyjar Danmörk Grænland Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“