Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar 19. júní 2025 11:30 Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar