Farið í gegnum „kolefnisþakið“ eftir þrjú ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 13:31 Stígvélaðir ferðamenn sitja við veitingastað í mikilli flóðatíð í Feneyjum árið 2019. Reikna má með afdrifaríkari sjávarflóðum í hlýnandi heimi. Vísir/EPA Útlit er fyrir að uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar verði nægur til þess að valda hlýnun umfram 1,5 gráður eftir þrjú ár miðað við núverandi losun mannkynsins. Verulega hefur hert á hlýnun jarðar þótt orkuskipti hafi dregið úr hraða aukningarinnar. Ný úttekt tuga helstu loftslagsvísindamanna heims dregur upp dökka mynd af þróun loftslags jarðar. Þrátt fyrir að hættan hafi verið ljós í áratugi hefur mannkynið haldið áfram að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið af miklum móð, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vísindamennirnir áætla að ef menn ætla sér að halda hlýnun innan við 1,5 gráður á þessari öld, metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins, megi þeir aðeins losa um 130 milljarða tonna af koltvísýringi til viðbótar. Árið 2020 var þetta svokallaða „kolefnisþak“ áætlað um fimm hundruð milljarðar tonnar. Miðað við að mannkynið losar um það bil fjörutíu milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári verður styrkur hans í lofthjúpnum kominn umfram þau mörk sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun eftir þrjú ár. Einhver ár liðu þar til hlýnunin sjálf næði þeim hæðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um úttektina. „Hlutirnir eru á leiðina í ranga átt. Við sjáum fordæmalausar breytingar og við sjáum líka að það herðir á hitun jarðar og hækkun sjávarmáls,“ segir Piers Forster, forstöðumaður loftslagsstofnunar Háskólans í Leeds á Englandi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið hærri en nú í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Aldrei hlýnað eins hratt Hlýnun jarðar af völdum manna mælist nú um 1,36 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, um 0,27 gráður á áratug. Það er mun hraðar en nokkuð sem þekkist í jarðsögunni. Það sem veldur vísindamönnunum ekki síst áhyggjum er að hlýnunin er hraðari nú en áður. Síðasta rúma áratuginn hefur hlýnað tvöfalt hraðar en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fjórðungi hraðar en á seinni hluta fyrsta áratugs þessarar aldar og á öðrum áratugnum. „Það er virkilega stór tala, mjög kvíðavænleg tala,“ segir Matthew Palmer frá Veðurstofu Bretlands. Ástæðan fyrir því hversu hratt kolefnisþakið nálgast er bæði áframhaldandi metlosun gróðurhúsalofttegunda en einnig framfarir í vísindalegu mati á áhrifum hennar. Minnkandi loftmengun spilar einnig hlutverk en mengunaragni í andrúmslofti endurvarpa sólarljósi út í geim og hafa þannig kólnunaráhrif. Langstærstur hluti þessarar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif halda við yfirborð jarðar hefur endað í hafinu, um níutíu prósent. Áætlað er að yfirborð sjávar hækki um tvöfalt hraðar nú en á 10. áratug síðustu aldar, bæði vegna útþenslu sjávar og bráðnunar jökla á landi. Binding geti ekki endilega snúið áhrifum hlýnunar alveg við Líkt og áður undirstrika vísindamennirnir að þrátt fyrir að hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér þá skipti hvert einasta brot úr gráðu máli fyrir veðuröfgar, bráðnun íss og hækkun sjávarstöðu. Kolefnisföngun og binding er nauðsynleg til þess að koma böndun á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana. Slíkar aðferðir þarf einnig til þess að ná meðalhita jarðar niður ef hlýnun fer út fyrir þau mörk sem menn telja sig geta lifað við. Vísindamennirnir vara aftur á móti við því að menn reiði sig á slíkar aðferðir til þess að leysa loftslagsvandann sem slíkan. Eftir því sem hlýnunin verður meiri séu minni líkur á því að kolefnisföngun og binding geti algerlega snúið áhrifum hennar við. Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Vísindi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Ný úttekt tuga helstu loftslagsvísindamanna heims dregur upp dökka mynd af þróun loftslags jarðar. Þrátt fyrir að hættan hafi verið ljós í áratugi hefur mannkynið haldið áfram að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið af miklum móð, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vísindamennirnir áætla að ef menn ætla sér að halda hlýnun innan við 1,5 gráður á þessari öld, metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins, megi þeir aðeins losa um 130 milljarða tonna af koltvísýringi til viðbótar. Árið 2020 var þetta svokallaða „kolefnisþak“ áætlað um fimm hundruð milljarðar tonnar. Miðað við að mannkynið losar um það bil fjörutíu milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári verður styrkur hans í lofthjúpnum kominn umfram þau mörk sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun eftir þrjú ár. Einhver ár liðu þar til hlýnunin sjálf næði þeim hæðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um úttektina. „Hlutirnir eru á leiðina í ranga átt. Við sjáum fordæmalausar breytingar og við sjáum líka að það herðir á hitun jarðar og hækkun sjávarmáls,“ segir Piers Forster, forstöðumaður loftslagsstofnunar Háskólans í Leeds á Englandi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið hærri en nú í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Aldrei hlýnað eins hratt Hlýnun jarðar af völdum manna mælist nú um 1,36 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, um 0,27 gráður á áratug. Það er mun hraðar en nokkuð sem þekkist í jarðsögunni. Það sem veldur vísindamönnunum ekki síst áhyggjum er að hlýnunin er hraðari nú en áður. Síðasta rúma áratuginn hefur hlýnað tvöfalt hraðar en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fjórðungi hraðar en á seinni hluta fyrsta áratugs þessarar aldar og á öðrum áratugnum. „Það er virkilega stór tala, mjög kvíðavænleg tala,“ segir Matthew Palmer frá Veðurstofu Bretlands. Ástæðan fyrir því hversu hratt kolefnisþakið nálgast er bæði áframhaldandi metlosun gróðurhúsalofttegunda en einnig framfarir í vísindalegu mati á áhrifum hennar. Minnkandi loftmengun spilar einnig hlutverk en mengunaragni í andrúmslofti endurvarpa sólarljósi út í geim og hafa þannig kólnunaráhrif. Langstærstur hluti þessarar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif halda við yfirborð jarðar hefur endað í hafinu, um níutíu prósent. Áætlað er að yfirborð sjávar hækki um tvöfalt hraðar nú en á 10. áratug síðustu aldar, bæði vegna útþenslu sjávar og bráðnunar jökla á landi. Binding geti ekki endilega snúið áhrifum hlýnunar alveg við Líkt og áður undirstrika vísindamennirnir að þrátt fyrir að hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér þá skipti hvert einasta brot úr gráðu máli fyrir veðuröfgar, bráðnun íss og hækkun sjávarstöðu. Kolefnisföngun og binding er nauðsynleg til þess að koma böndun á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana. Slíkar aðferðir þarf einnig til þess að ná meðalhita jarðar niður ef hlýnun fer út fyrir þau mörk sem menn telja sig geta lifað við. Vísindamennirnir vara aftur á móti við því að menn reiði sig á slíkar aðferðir til þess að leysa loftslagsvandann sem slíkan. Eftir því sem hlýnunin verður meiri séu minni líkur á því að kolefnisföngun og binding geti algerlega snúið áhrifum hennar við.
Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Vísindi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira