Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 20. júní 2025 14:25 Ambika (til vinstri) stefnir á að koma til Íslands við fyrsta tækifæri og hitta Hafdísi (til hægri). Á myndinni af Hafdísi má sjá möppu sem inniheldur allar myndir og bréf sem hún fékk frá barnaþorpinu í Greenfields og Ambiku, ásamt gíróseðlum og öllum nótum fyrir styrktargreiðslurnar. SOS Indversk kona sem fann með hjálp vef- og samfélagsmiðla styrktarforeldrið Hafdísi þarf að bíða með Íslandsheimsókn sína eftir að hún fékk ekki vegabréfsáritun til að komast inn í landið. „Hún var búin að taka sér frí frá vinnu og fá sumarfrí til að koma hingað. Þetta er hindrun sem seinkar endurfundum hennar og Hafdísar,” segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpanna í samtali við fréttastofu. Síðustu helgi auglýstu hjálparsamtökin eftir konu að nafni Hafdís sem hafði verið styrktarforeldri hinnar indversku Ambiku um margra ára skeið. Ambika hafi haft samband við SOS á samfélagsmiðlum í aðdraganda Íslandsferðarinnar til að hitta Hafdísi. Flókið skrifræði Ekki leið á löngu þar til umrædd Hafdís fannst, sem var að sögn Hans himinlifandi og spennt að hitta Ambiku. Hún áætlaði að koma til landsins mánaðamótin júní og júlí en nú hefur komið upp vandamál. „Þetta er alltaf að vinda upp á sig. Ambika fék ekki vegabréfsáritun til Íslands. Það er ofboðslega flókið skrifræði fyrir fólk frá Indlandi að fá Schengen áritun,“ segir Hans. Hér heldur Hafdís á bæði fyrstu og síðustu myndinni sem hún fékk senda af Ambiku.SOS Hann segist hafa staðið í svipuðu brasi í þrjá mánuði í fyrra þegar kona sem ólst upp í barnaþorpi á Indlandi var boðið til landsins. „Við fengum hana á endanum með því að senda boðsbréf og SOS Barnaþorp vottuðu fyrir hennar komu. Við erum búin að bjóða Ambiku þá leið og þau eru núna með aðra vegabréfsumsögn í gangi að komast til Þýskalands. Þau eru búin að breyta sínum plönum, stefna á að fara til Þýskalands. En það getur verið að þeirri umsögn verði synjað.“ Náði sér í menntun og styrkir nú sjálf Íslandsförinni þurfi óhjákvæmilega að seinka, annað hvort þar til í haust eða næsta vor. SOS Barnaþorpin á Íslandi muni þá hafa aðkomu að heimsókn hennar. Ambika sendi frá sér bréf þar sem hún kemur á framfæri þakklæti fyrir veitta aðstoð við að finna Hafdísi. Vegna hennar geti þær átt endurfundi með eftir öll þessi ár. Ambika og eiginmaður hennar stefna á að koma til Íslands um leið og færi gefst. Hér eru þau á brúðkaupsdaginn í fyrra. SOS „Í mörg ár hefur hún sent mér ást og umhyggju í formi bréfa og styrkja og póstkorta, þar sem hún kenndi mér ýmislegt um heiminn frá hennar sjónarhorni. „Hennar stuðningur, samhliða frábæra starfinu sem SOS barnaþorpin vinna, gaf mér ómetanlegt tækifæri til góðs lífs. Ég er vel menntuð og sjálfstæð kona í dag. Umhyggja Hafdísar, móðir mín og systkini eru dýrmætar gjafir frá SOS barnaþorpunum og hafa mótað þá konu sem ég er í dag, 31 árs. Ég og eiginmaður minn höfum núna tök á að styðja barn til menntunar auk þess sem ég hjálpa heimilislausum hundum og köttum. Þetta er mín leið til að endurgjalda fyrir öll þau góðverk sem mér voru veitt.“ Góðverk Hjálparstarf Indland Tengdar fréttir Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16 Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
„Hún var búin að taka sér frí frá vinnu og fá sumarfrí til að koma hingað. Þetta er hindrun sem seinkar endurfundum hennar og Hafdísar,” segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpanna í samtali við fréttastofu. Síðustu helgi auglýstu hjálparsamtökin eftir konu að nafni Hafdís sem hafði verið styrktarforeldri hinnar indversku Ambiku um margra ára skeið. Ambika hafi haft samband við SOS á samfélagsmiðlum í aðdraganda Íslandsferðarinnar til að hitta Hafdísi. Flókið skrifræði Ekki leið á löngu þar til umrædd Hafdís fannst, sem var að sögn Hans himinlifandi og spennt að hitta Ambiku. Hún áætlaði að koma til landsins mánaðamótin júní og júlí en nú hefur komið upp vandamál. „Þetta er alltaf að vinda upp á sig. Ambika fék ekki vegabréfsáritun til Íslands. Það er ofboðslega flókið skrifræði fyrir fólk frá Indlandi að fá Schengen áritun,“ segir Hans. Hér heldur Hafdís á bæði fyrstu og síðustu myndinni sem hún fékk senda af Ambiku.SOS Hann segist hafa staðið í svipuðu brasi í þrjá mánuði í fyrra þegar kona sem ólst upp í barnaþorpi á Indlandi var boðið til landsins. „Við fengum hana á endanum með því að senda boðsbréf og SOS Barnaþorp vottuðu fyrir hennar komu. Við erum búin að bjóða Ambiku þá leið og þau eru núna með aðra vegabréfsumsögn í gangi að komast til Þýskalands. Þau eru búin að breyta sínum plönum, stefna á að fara til Þýskalands. En það getur verið að þeirri umsögn verði synjað.“ Náði sér í menntun og styrkir nú sjálf Íslandsförinni þurfi óhjákvæmilega að seinka, annað hvort þar til í haust eða næsta vor. SOS Barnaþorpin á Íslandi muni þá hafa aðkomu að heimsókn hennar. Ambika sendi frá sér bréf þar sem hún kemur á framfæri þakklæti fyrir veitta aðstoð við að finna Hafdísi. Vegna hennar geti þær átt endurfundi með eftir öll þessi ár. Ambika og eiginmaður hennar stefna á að koma til Íslands um leið og færi gefst. Hér eru þau á brúðkaupsdaginn í fyrra. SOS „Í mörg ár hefur hún sent mér ást og umhyggju í formi bréfa og styrkja og póstkorta, þar sem hún kenndi mér ýmislegt um heiminn frá hennar sjónarhorni. „Hennar stuðningur, samhliða frábæra starfinu sem SOS barnaþorpin vinna, gaf mér ómetanlegt tækifæri til góðs lífs. Ég er vel menntuð og sjálfstæð kona í dag. Umhyggja Hafdísar, móðir mín og systkini eru dýrmætar gjafir frá SOS barnaþorpunum og hafa mótað þá konu sem ég er í dag, 31 árs. Ég og eiginmaður minn höfum núna tök á að styðja barn til menntunar auk þess sem ég hjálpa heimilislausum hundum og köttum. Þetta er mín leið til að endurgjalda fyrir öll þau góðverk sem mér voru veitt.“
Góðverk Hjálparstarf Indland Tengdar fréttir Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16 Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16
Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01