Lárus sagði leikmenn ÍA hætta og stjórnendur sofa á verðinum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 14:16 Lárus Orri Sigurðsson hefur síðustu misseri getið sér gott orð sem sérfræðingur í sjónvarpi en snýr nú aftur í þjálfun. Sýn Sport „Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni á mánudagskvöld, þegar rætt var um þjálfaramálin hjá ÍA. Nú hefur hann verið ráðinn þjálfari liðsins. Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega. Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega.
Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira