Sagt að hann gæti ekki klárað námið en gerði það samt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 19:18 Patrekur segir mótlætið hafa reynt mikið á hann í náminu en það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti lögblindi maðurinn til þess að ljúka meistaranámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands segir stjórnendur námsins ítrekað hafa sett honum stólinn fyrir dyrnar og efast um getu hans. Hann segist þakklátur kennurum sínum, það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira