Biðla til foreldra: Barn einungis þrjátíu sekúndur að drukkna Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 11:39 Sundlaugar geta reynst eftirlitslausum ungum börnum hættulegur staður. Vísir/Tryggvi Páll Alls drukknuðu 68 manns á Íslandi á árunum 2013 til 2023 og á heimsvísu drukkna að jafnaði þrjátíu einstaklingar á hverri einustu klukkustund. Þetta segja fulltrúar Rauða krossins sem hvetja fólk til að hafa augun opin í sumar og fylgjast sérstaklega vel með börnum sem geti drukknað á einungis þrjátíu sekúndum. Drukknun geti verið hljóðlát og henni þurfi hvorki að fylgja öskur né gusugangur. Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum sérstöku fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Árlega drukkna yfir 300 þúsund manns í heiminum. „Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, í tilkynningu um átakið. Ung börn séu í mestri hættu á að drukkna. „Foreldrum hættir til að ofmeta getu sína til að fylgjast með börnum sínum í vatni og sömuleiðis að ofmeta sundgetu barna sinna,“ bætir Hildur við. Erlendar rannsóknir sýni að einhver fullorðinn sé yfirleitt nálægur þegar barn drukknar. „En barn getur drukknað á aðeins þrjátíu sekúndum eða á sama tíma og það tekur að senda ein stutt skilaboð í símanum,“ segir Hildur. „Við megum einfaldlega aldrei missa sjónar á þeim í vatni.“ Ekki nóg að stóla á laugaverði Laugaverðir sinna eftirliti í sundlaugum á Íslandi en að sögn Rauða krossins sýna erlendar rannsóknir að í níu af hverjum tíu tilvikum þar sem fólk sé í vandræðum í vatni séu það gestir sundlauga sem bregðast fyrstir við. Það skýrist af því að þeir séu þá í meira návígi við þann sem er í hættu staddur. Flestar drukknanir verði þó á stöðum þar sem engir aðilar sinni eftirliti. Börn á aldrinum eins til fjögurra ára eru líklegust til að lenda í vandræðum í sundi eða drukkna, að sögn Rauða krossins. Þar á eftir komi börn á aldrinum fimm til níu ára. Átaki Rauða krossins er því sérstaklega beint að foreldrum og öðrum forráðamönnum barna á þessum aldri. Drukknun geti átt sér stað í sundlaugum, náttúrulaugum, heitum pottum, stöðuvötnum, ám og lækjum, fjörum, við bryggjur, í baðkörum eða jafnvel pollum. Engin sérstök rannsóknarnefnd fjallar um drukknunarslys á Íslandi líkt og í tilfelli samgönguslysa og segir Rauði krossinn mikilvægt að slík nefnd verði stofnuð. Fullorðnir beri ábyrgð „Fullorðnir bera ábyrgð á sjálfum sér í sundi sem og börnum sínum,“ minnir Hildur, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum á. „Það er foreldra að passa börn sín í vatni og fræða þau og kenna þeim að umgangast vatn þegar þau eldast.“ „Ef við sjáum eitthvað í sundi sem gæti verið hættulegt skulum við bregðast við. Látum okkur velferð allra barna varða. Það er betra að segja eitthvað og gera eitthvað en að sitja þögul hjá.“ Átak Rauða krossins er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu. Rauði krossinn hvetur foreldra til að hafa þessi fimm ráð í huga: 1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is Börn og uppeldi Sund Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum sérstöku fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Árlega drukkna yfir 300 þúsund manns í heiminum. „Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, í tilkynningu um átakið. Ung börn séu í mestri hættu á að drukkna. „Foreldrum hættir til að ofmeta getu sína til að fylgjast með börnum sínum í vatni og sömuleiðis að ofmeta sundgetu barna sinna,“ bætir Hildur við. Erlendar rannsóknir sýni að einhver fullorðinn sé yfirleitt nálægur þegar barn drukknar. „En barn getur drukknað á aðeins þrjátíu sekúndum eða á sama tíma og það tekur að senda ein stutt skilaboð í símanum,“ segir Hildur. „Við megum einfaldlega aldrei missa sjónar á þeim í vatni.“ Ekki nóg að stóla á laugaverði Laugaverðir sinna eftirliti í sundlaugum á Íslandi en að sögn Rauða krossins sýna erlendar rannsóknir að í níu af hverjum tíu tilvikum þar sem fólk sé í vandræðum í vatni séu það gestir sundlauga sem bregðast fyrstir við. Það skýrist af því að þeir séu þá í meira návígi við þann sem er í hættu staddur. Flestar drukknanir verði þó á stöðum þar sem engir aðilar sinni eftirliti. Börn á aldrinum eins til fjögurra ára eru líklegust til að lenda í vandræðum í sundi eða drukkna, að sögn Rauða krossins. Þar á eftir komi börn á aldrinum fimm til níu ára. Átaki Rauða krossins er því sérstaklega beint að foreldrum og öðrum forráðamönnum barna á þessum aldri. Drukknun geti átt sér stað í sundlaugum, náttúrulaugum, heitum pottum, stöðuvötnum, ám og lækjum, fjörum, við bryggjur, í baðkörum eða jafnvel pollum. Engin sérstök rannsóknarnefnd fjallar um drukknunarslys á Íslandi líkt og í tilfelli samgönguslysa og segir Rauði krossinn mikilvægt að slík nefnd verði stofnuð. Fullorðnir beri ábyrgð „Fullorðnir bera ábyrgð á sjálfum sér í sundi sem og börnum sínum,“ minnir Hildur, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum á. „Það er foreldra að passa börn sín í vatni og fræða þau og kenna þeim að umgangast vatn þegar þau eldast.“ „Ef við sjáum eitthvað í sundi sem gæti verið hættulegt skulum við bregðast við. Látum okkur velferð allra barna varða. Það er betra að segja eitthvað og gera eitthvað en að sitja þögul hjá.“ Átak Rauða krossins er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu. Rauði krossinn hvetur foreldra til að hafa þessi fimm ráð í huga: 1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is
1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is
Börn og uppeldi Sund Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira