Hverjir borga leikskólann í Kópavogi? Örn Arnarson skrifar 23. júní 2025 12:02 Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun