Lofar að taka „Siu“ fagn Ronaldo ef hann skorar á móti Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 23:03 Murilo Cerqueira fagnar sigri Palmeiras á Al Ahly í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Heuler Andrey Varnarmaður brasilíska liðsins Palmeiras hefur ekki meiri áhyggjur af viðureign sinni við Lionel Messi og félaga en svo að hann er farinn að kynda upp í Argentínumanninum í aðdraganda leiks þeirra sem fer fram í nótt. Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira
Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira