Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 11:02 Óskar Hrafn, þjálfari KR, þungur á brún á hliðarlínunni í leik KR og Vals í gær. Vísir/Pawel KR steinlá gegn erkifjendum sínum í Val, 6-1, í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Rætt var um stöðu KR og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins í Stúkunni í gær. Tapið í gær sér til þess að KR situr í 10.sæti Bestu deildarinnar og aðeins stigi frá fallsæti. KR hefur skorað gommu af mörkum, er raunar það lið sem hefur skorað flest mörk í Bestu deildinni til þessa (31) en á sama tíma er KR það lið sem hefur fengið á sig flest mörk deildarinnar (32). Heyra mátti stuðningsmenn KR baula á sitt lið eftir 6-1 tapið í gær. Þetta var fimmta tap KR á tímabilinu í tólf leikjum og í ítarlegu viðtali eftir leik í gær fór Óskar Hrafn yfir stöðuna. „Ég held það sé nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta, að þetta KR verkefni sé til,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars. „Ég held það sé bara þannig, svo geta menn verið ósammála mér, og ég hef fullan skilning að flestir skilja ekkert í því hvað við erum að gera. Vegna þess að undirliggjandi og grunn kenning flestra um íslenskan fótbolta er það að þetta snýst um að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik. Ég er ekki tilbúinn að fórna mínum hugmyndum til þess að ná í þrjú stig í hverjum leik. Ég ætla hins vegar á einhverjum tímapunkti að ná í þrjú stig í sem flestum leikjum með minni hugmyndafræði. Ég er ekki tilbúinn að gera eins og Valur gerði í dag, sem er að eiga kannski 110 heppnaðar sendingar. Ég er ekki tilbúinn til þess. Það verður einhver annar að gera það, ég myndi bara fá æluna upp í kok og sennilega bara hugsa: Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað?“ Sex stiga leikir framundan Það er öllum orðið ljóst að Óskar Hrafn mun ekki kvika frá sinni hugmyndafræði og framundan eru risa leikir upp á framhaldið á tímabilinu að gera. „Óskar ætlar aldrei að kvika frá þessu,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni Næstu leikir eru FH heima, KA heima og ÍA úti. Þetta eru allt lið í kringum þá í töflunni. Við getum kallað þessa leiki sex stiga leiki. Sjáum til hvernig úrslitin verða í þessum leikjum en hann er ekki að fara breyta, ekki séns.“ Klippa: Stúkan: Ræddu stöðuna hjá KR og Óskari Ólafur Kristjánsson tók síðan við boltanum. „Við erum búnir að sitja hérna þátt eftir þátt og ræða þetta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Liðið spilar stórskemmtilegan sóknarbolta og hefur ákveðna hugmyndafræði. Það sem er kannski athyglisverðast við þessa hugmyndarfræði eða nálgun er að oft byrja menn á því að koma stöðugleika á varnarleikinn og vinna sig þaðan inn í sóknarleikinn en Óskar velur að fara aðra leið. Það getur vel verið að það komi einhverjar gagnrýnisraddir úr Vesturbænum en Óskar lætur þær sem vind um eyru þjóta.“ Stúkan Besta deild karla KR Valur Íslenski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Tapið í gær sér til þess að KR situr í 10.sæti Bestu deildarinnar og aðeins stigi frá fallsæti. KR hefur skorað gommu af mörkum, er raunar það lið sem hefur skorað flest mörk í Bestu deildinni til þessa (31) en á sama tíma er KR það lið sem hefur fengið á sig flest mörk deildarinnar (32). Heyra mátti stuðningsmenn KR baula á sitt lið eftir 6-1 tapið í gær. Þetta var fimmta tap KR á tímabilinu í tólf leikjum og í ítarlegu viðtali eftir leik í gær fór Óskar Hrafn yfir stöðuna. „Ég held það sé nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta, að þetta KR verkefni sé til,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars. „Ég held það sé bara þannig, svo geta menn verið ósammála mér, og ég hef fullan skilning að flestir skilja ekkert í því hvað við erum að gera. Vegna þess að undirliggjandi og grunn kenning flestra um íslenskan fótbolta er það að þetta snýst um að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik. Ég er ekki tilbúinn að fórna mínum hugmyndum til þess að ná í þrjú stig í hverjum leik. Ég ætla hins vegar á einhverjum tímapunkti að ná í þrjú stig í sem flestum leikjum með minni hugmyndafræði. Ég er ekki tilbúinn að gera eins og Valur gerði í dag, sem er að eiga kannski 110 heppnaðar sendingar. Ég er ekki tilbúinn til þess. Það verður einhver annar að gera það, ég myndi bara fá æluna upp í kok og sennilega bara hugsa: Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað?“ Sex stiga leikir framundan Það er öllum orðið ljóst að Óskar Hrafn mun ekki kvika frá sinni hugmyndafræði og framundan eru risa leikir upp á framhaldið á tímabilinu að gera. „Óskar ætlar aldrei að kvika frá þessu,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni Næstu leikir eru FH heima, KA heima og ÍA úti. Þetta eru allt lið í kringum þá í töflunni. Við getum kallað þessa leiki sex stiga leiki. Sjáum til hvernig úrslitin verða í þessum leikjum en hann er ekki að fara breyta, ekki séns.“ Klippa: Stúkan: Ræddu stöðuna hjá KR og Óskari Ólafur Kristjánsson tók síðan við boltanum. „Við erum búnir að sitja hérna þátt eftir þátt og ræða þetta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Liðið spilar stórskemmtilegan sóknarbolta og hefur ákveðna hugmyndafræði. Það sem er kannski athyglisverðast við þessa hugmyndarfræði eða nálgun er að oft byrja menn á því að koma stöðugleika á varnarleikinn og vinna sig þaðan inn í sóknarleikinn en Óskar velur að fara aðra leið. Það getur vel verið að það komi einhverjar gagnrýnisraddir úr Vesturbænum en Óskar lætur þær sem vind um eyru þjóta.“
Stúkan Besta deild karla KR Valur Íslenski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn