„Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 17:01 Lewis Hamilton hefur farið hægt af stað með liði Ferrari í Formúlu 1 mótaröðinni. Vísir/Getty Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, varar fólk við því að efast um getu sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem hefur ekki farið vel af stað sem liðsmaður Ferrari í Formúlu 1 mótaröðinni. Nú þegar að tíu keppnishelgar eru búnar á tímabilinu má með sanni segja að þær hafi verið fremur tilþrifalitlar hjá Bretanum í fagur rauða bíl Ferrari. Hann á enn eftir að vinna sér inn sæti á verðlaunapalli í aðalkeppni en gat þó leyft sér að fagna snemma á tímabilinu í Kína er hann bar sigur úr býtum í sprettkeppni. Á sama tíma hefur liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, þrisvar sinnum endað á verðlaunapalli og halað inn tuttugu og fimm stigum meira en Hamilton. Toto og Hamilton áttu afar farsælt samstarf hjá liði Mercedes áður en að Hamilton skipti yfir til Ferrari, samstarfið skilaði fjölmörgum heimsmeistaratitlum bæði í flokki ökuþóra sem og bílasmiða. Toto varar fólk við því að efast um getu hins fjörutíu ára gamla Hamilton, það sé ekkert óeðlilegt við að það taki hann tíma að venjast nýju umhverfi hjá Ferrari. „Þú hættir bara ekki að kunna keyra sí svona,“ segir Toto í samtali við Bloomberg. „Hann var frábær árið 2021, svo tóku við reglubreytingar og þær gerðu honum erfitt fyrir en hann var enn að skila frammistöðu í hæsta gæðaflokki. Bara það að skipta svo um lið tekur ekki frá þér hæfileika. Það þurfa allir smá aðlögunartímabil, það þarf að venjast nýjum bíl og liði og færast svo meira í þá átt að þróa bílinn á þann veg að hann henti akstursstíl þínum betur. Þetta er ítalskt lið út í gegn, þarna kemur inn breskur ökuþór. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Toto bendir svo á þá staðreynd að yfirleitt hafi Hamilton staðið sig betur þegar komið er fram á seinni hluta hvers tímabils. „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton.“ Næsta keppnishelgi í Formúlu 1 mótaröðinni fer fram í Austurríki um komandi helgi. Sýnt er beint frá öllum dögum keppnishelgarinnar á Sýn Sport Viaplay rásinni. Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Nú þegar að tíu keppnishelgar eru búnar á tímabilinu má með sanni segja að þær hafi verið fremur tilþrifalitlar hjá Bretanum í fagur rauða bíl Ferrari. Hann á enn eftir að vinna sér inn sæti á verðlaunapalli í aðalkeppni en gat þó leyft sér að fagna snemma á tímabilinu í Kína er hann bar sigur úr býtum í sprettkeppni. Á sama tíma hefur liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, þrisvar sinnum endað á verðlaunapalli og halað inn tuttugu og fimm stigum meira en Hamilton. Toto og Hamilton áttu afar farsælt samstarf hjá liði Mercedes áður en að Hamilton skipti yfir til Ferrari, samstarfið skilaði fjölmörgum heimsmeistaratitlum bæði í flokki ökuþóra sem og bílasmiða. Toto varar fólk við því að efast um getu hins fjörutíu ára gamla Hamilton, það sé ekkert óeðlilegt við að það taki hann tíma að venjast nýju umhverfi hjá Ferrari. „Þú hættir bara ekki að kunna keyra sí svona,“ segir Toto í samtali við Bloomberg. „Hann var frábær árið 2021, svo tóku við reglubreytingar og þær gerðu honum erfitt fyrir en hann var enn að skila frammistöðu í hæsta gæðaflokki. Bara það að skipta svo um lið tekur ekki frá þér hæfileika. Það þurfa allir smá aðlögunartímabil, það þarf að venjast nýjum bíl og liði og færast svo meira í þá átt að þróa bílinn á þann veg að hann henti akstursstíl þínum betur. Þetta er ítalskt lið út í gegn, þarna kemur inn breskur ökuþór. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Toto bendir svo á þá staðreynd að yfirleitt hafi Hamilton staðið sig betur þegar komið er fram á seinni hluta hvers tímabils. „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton.“ Næsta keppnishelgi í Formúlu 1 mótaröðinni fer fram í Austurríki um komandi helgi. Sýnt er beint frá öllum dögum keppnishelgarinnar á Sýn Sport Viaplay rásinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira