„Botafogo ekki í Bandaríkjunum til að hitta Mikka mús“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 21:31 Alex Telles fagnar sigri Botafogo á Evrópumeisturum Paris Saint-Germain á HM félagsliða. Getty/ Stu Forster Botafogo kom mörgum á óvart með því að komast í sextán liða úrslit heimsmeistarakeppni félagsliða en það gerður Brassarnir á kostnað spænska stórliðsins Atletico Madrid. Atletico Madrid vann reyndar lokaleik liðanna í riðlinum 1-0 en þrjú lið voru jöfn og Botafogo fór áfram ásamt Evrópumeisturum Paris Saint Germain. Alex Telles, fyrrum leikmaður Manchester United, segir hann og liðsfélaga hans í Botafogo hafi troðið sokk upp í gagnrýnendur sína sem höfðu ekki trú á liðinu í þessum erfiða riðli. Fótboltasérfræðingar í Brasilíu héldu því fram þegar þeir sáu riðilinn að Botafogo væri bara í túristaferð til Bandaríkjanna. „Það er erfitt að tala um þetta núna. PSG og Atletico sýndu okkur meiri virðingu en flest áhugafólk og fótboltasérfræðingar. Liðið okkar gerði það sem þurfti til að komast áfram,“ sagði Alex Telles. ESPN segir frá. „Hingað erum við komnir. Fyrir þá sem héldu því fram þá er Botafogo ekki í Bandaríkjunum til að hitta Mikka mús. Við erum komnir áfram í sextán liða úrslitin, upp úr dauðariðlinum. Það að við höfum komist áfram sýnir þá vinnu sem þessi hópur hefur lagt á sig,“ sagði Telles. Botafogo mætir löndum sínum í Palmeiras í sextán liða úrslitunum. „Auðvitað vildum við vinna þennan lokaleik og við fengum okkar færi. Við vissum hvernig við þurftum að verjast og mér fannst við eiga að minnsta kosti jafntefli skilið. Það var nístandi að fá á sig þetta mark í lokin því við vildum vinna riðilinn,“ sagði Telles. „Hins vegar getum við fagnað þessu, því fyrir mótið héldu allir að við ættum enga möguleika á móti tveimur sterkum mótherjum úr stórum deildum í Evrópu. Við sýndum virði brasilíska fótboltans. Við erum Suðurameríkumeistarar og við eigum virðinguna skilið,“ sagði Telles. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Atletico Madrid vann reyndar lokaleik liðanna í riðlinum 1-0 en þrjú lið voru jöfn og Botafogo fór áfram ásamt Evrópumeisturum Paris Saint Germain. Alex Telles, fyrrum leikmaður Manchester United, segir hann og liðsfélaga hans í Botafogo hafi troðið sokk upp í gagnrýnendur sína sem höfðu ekki trú á liðinu í þessum erfiða riðli. Fótboltasérfræðingar í Brasilíu héldu því fram þegar þeir sáu riðilinn að Botafogo væri bara í túristaferð til Bandaríkjanna. „Það er erfitt að tala um þetta núna. PSG og Atletico sýndu okkur meiri virðingu en flest áhugafólk og fótboltasérfræðingar. Liðið okkar gerði það sem þurfti til að komast áfram,“ sagði Alex Telles. ESPN segir frá. „Hingað erum við komnir. Fyrir þá sem héldu því fram þá er Botafogo ekki í Bandaríkjunum til að hitta Mikka mús. Við erum komnir áfram í sextán liða úrslitin, upp úr dauðariðlinum. Það að við höfum komist áfram sýnir þá vinnu sem þessi hópur hefur lagt á sig,“ sagði Telles. Botafogo mætir löndum sínum í Palmeiras í sextán liða úrslitunum. „Auðvitað vildum við vinna þennan lokaleik og við fengum okkar færi. Við vissum hvernig við þurftum að verjast og mér fannst við eiga að minnsta kosti jafntefli skilið. Það var nístandi að fá á sig þetta mark í lokin því við vildum vinna riðilinn,“ sagði Telles. „Hins vegar getum við fagnað þessu, því fyrir mótið héldu allir að við ættum enga möguleika á móti tveimur sterkum mótherjum úr stórum deildum í Evrópu. Við sýndum virði brasilíska fótboltans. Við erum Suðurameríkumeistarar og við eigum virðinguna skilið,“ sagði Telles.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira