Bulls veðja á fyrrum lærisvein Baldurs Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 14:15 Noa Essengue á rauða dreglinum við NBA-nýliðavalið í New York í gær. Getty/Sarah Stier Chicago Bulls átti tólfta valrétt í NBA-nýliðavalinu í gær og ákvað að nýta hann til að fá til sín 18 ára gamla Noa Essengue sem meðal annars hefur fengið íslenska tilsögn á sínum ferli. Essengue var næstyngsti leikmaðurinn í nýliðavalinu í ár, þremur dögum eldri en Cooper Flagg sem valinn var fyrstur, en forráðamenn Bulls treysta á að það muni borga sig til framtíðar að veðja á þennan limalanga Frakka. Essengue hóf meistaraflokksferil sinn í frönsku C-deildinni, með Pole France, áður en hann gekk til liðs við þýska félagið Ratiopharm Ulm. Þar hitti hann fyrir Baldur Þór Ragnarsson, núverandi þjálfara Íslandsmeistara Stjörnunnar, sem þjálfaði Essengue í akademíu þýska félagsins í fyrravetur áður en Baldur tók svo við Stjörnunni síðasta sumar. „Fáránlega mikill íþróttamaður“ Saman fögnuðu þeir til að mynda sigri á Adidas Next Generation móti í Dubai, á vegum EuroLeague, með U18-liði Ulm: „Þegar við unnum það mót þá var þessi gaur MVP. Hann er fáránlega mikill íþróttamaður. Nánast með eins konar geimverulíkama. Hann var yfirburðamaður. Hinir gaurarnir voru líka góðir en þetta var klárlega besti maðurinn,“ segir Baldur. Essengue lék svo með aðalliði Ulm í vetur í efstu deild Þýskalands og náði að heilla stjórnendur Chicago Bulls. Bandarískir miðlar benda á að Essengue hafi einnig minnt á sig með því að skora 20 stig, taka 8 fráköst, stela boltanum þrisvar og verja tvö skot, í sýningarleik gegn Portland Trail Blazers í október í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem leikmaður sem Baldur þjálfaði í Þýskalandi er valinn í nýliðavali NBA, því New York Knicks völdu Pacome Dadiet í 25. valinu í fyrra. NBA Bónus-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Essengue var næstyngsti leikmaðurinn í nýliðavalinu í ár, þremur dögum eldri en Cooper Flagg sem valinn var fyrstur, en forráðamenn Bulls treysta á að það muni borga sig til framtíðar að veðja á þennan limalanga Frakka. Essengue hóf meistaraflokksferil sinn í frönsku C-deildinni, með Pole France, áður en hann gekk til liðs við þýska félagið Ratiopharm Ulm. Þar hitti hann fyrir Baldur Þór Ragnarsson, núverandi þjálfara Íslandsmeistara Stjörnunnar, sem þjálfaði Essengue í akademíu þýska félagsins í fyrravetur áður en Baldur tók svo við Stjörnunni síðasta sumar. „Fáránlega mikill íþróttamaður“ Saman fögnuðu þeir til að mynda sigri á Adidas Next Generation móti í Dubai, á vegum EuroLeague, með U18-liði Ulm: „Þegar við unnum það mót þá var þessi gaur MVP. Hann er fáránlega mikill íþróttamaður. Nánast með eins konar geimverulíkama. Hann var yfirburðamaður. Hinir gaurarnir voru líka góðir en þetta var klárlega besti maðurinn,“ segir Baldur. Essengue lék svo með aðalliði Ulm í vetur í efstu deild Þýskalands og náði að heilla stjórnendur Chicago Bulls. Bandarískir miðlar benda á að Essengue hafi einnig minnt á sig með því að skora 20 stig, taka 8 fráköst, stela boltanum þrisvar og verja tvö skot, í sýningarleik gegn Portland Trail Blazers í október í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem leikmaður sem Baldur þjálfaði í Þýskalandi er valinn í nýliðavali NBA, því New York Knicks völdu Pacome Dadiet í 25. valinu í fyrra.
NBA Bónus-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira