Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 14:41 Íslensk sjónvarpsgerð var verðlaunuð á Eddunni til ársins 2022 þegar leiðir ÍKSA og þriggja sjónvarpsstöðva skildu. Hulda Margrét Ólafsdóttir Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Stefnt var að því að veita verðlaunin í maí síðastliðnum en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Nú er hins vegar komin ný dagsetning fyrir verðlaunahátíðina. Á þessu fyrsta hátíðarkvöldi liggur lengra tímabil undir en vanalega á sambærilegum verðlaunahátíðum. Ástæðan fyrir því er að frá 2022 hafa ekki verið veitt verðlaun fyrir íslenskt sjónvarpsefni en þá skildu leiðir ÍKSA, sem heldur utan um Edduna, og fyrrnefndra sjónvarpsstöðva. Rúmlega tuttugu verðlaunaflokkar Áætlað er að verðlaunahátíðin verði árlegur viðburður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Í tilkynningunni segir að auglýst verði eftir innsendingum í upphafi ágústmánaðar í rúmlega tuttugu flokkum; flokkum fagverðlauna ýmissa, fyrir leikið sjónvarpsefni, barnaefni, íþróttir, heimilda-, menningar- og skemmtiefni svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að um leið og auglýst verður eftir innsendingum verði nýr og glæsilegur verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna kynntur til sögunnar. Framkvæmdastjórn verðlaunanna skipa fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Birkir Ágústsson, Helga Hauksdóttir og Gísli Berg auk Kristjáns Freys Halldórssonar sem sinnir verkefnastjórn. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Sýn Síminn Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Stefnt var að því að veita verðlaunin í maí síðastliðnum en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Nú er hins vegar komin ný dagsetning fyrir verðlaunahátíðina. Á þessu fyrsta hátíðarkvöldi liggur lengra tímabil undir en vanalega á sambærilegum verðlaunahátíðum. Ástæðan fyrir því er að frá 2022 hafa ekki verið veitt verðlaun fyrir íslenskt sjónvarpsefni en þá skildu leiðir ÍKSA, sem heldur utan um Edduna, og fyrrnefndra sjónvarpsstöðva. Rúmlega tuttugu verðlaunaflokkar Áætlað er að verðlaunahátíðin verði árlegur viðburður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Í tilkynningunni segir að auglýst verði eftir innsendingum í upphafi ágústmánaðar í rúmlega tuttugu flokkum; flokkum fagverðlauna ýmissa, fyrir leikið sjónvarpsefni, barnaefni, íþróttir, heimilda-, menningar- og skemmtiefni svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að um leið og auglýst verður eftir innsendingum verði nýr og glæsilegur verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna kynntur til sögunnar. Framkvæmdastjórn verðlaunanna skipa fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Birkir Ágústsson, Helga Hauksdóttir og Gísli Berg auk Kristjáns Freys Halldórssonar sem sinnir verkefnastjórn. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Sýn Síminn Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira