Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2025 08:47 Gjögurtáarvitinn hallar skuggalega mikið, eins og sjá má á þessari mynd, enda hefur molnað mikið undan honum. Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Vegagerðin greindi frá ástandi vitans í tilkynningu á vef sínum. Þar kemur fram að vitinn gegni enn hlutverki dagmerkis fyrir sjófarendur og að ljós vitans skuli lýsa frá 1. ágúst til 15. maí. Engin hætta er talin vera til staðar fyrir sjófarendur að svo stöddu, að öðru leyti en því að hætta getur skapast ef vitinn fellur í sjó. Vegagerðin mun á næstunni gefa út formlega tilkynningu til sjófarenda þar sem þeir verða upplýstir um að vitinn sé ótraustur. Vegagerðin vinni nú að því að meta næstu skref til að tryggja öryggi siglinga á hafsvæðinu. Starfsmenn Vegagerðarinnar við ástandsskoðun.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Ástand vitans hafi komið í ljós í árlegri þjónustuferð Vegagerðarinnar þar sem siglt er hringinn í kringum landið og viðhaldi sinnt á þeim landsvitum sem aðeins er hægt að komast að frá sjó. Stuttu áður en vitinn var þjónustaður, þann 3. júní síðastliðinn, höfðu sjófarendur haft samband við Vaktstöð siglinga og greint frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. „Vegagerðin hefur undanfarin ár fylgst náið með ástandinu á staðnum þar sem jarðvegur hefur verið á hreyfingu. Jarðskjálftavirkni er vel þekkt á þessum slóðum og jarðskorpuhreyfingar hafa verið tíðar undanfarin ár og er það líkleg skýring á því að hrunið hefur bæði úr undirstöðum vitans og úr hlíðinni þar sem hann stendur. Auk þess hafa verið nokkur skriðuföll á þessum slóðum undanfarin ár og gæti ágangur sjávar einnig haft áhrif,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Fyrsti vitinn á Gjögurtá var reistur árið 1965 en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Núverandi viti var reistur árið 1970 í framhaldinu og hefur því staðið í 55 ár. Vitinn stendur í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga, ljósahús hans 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stendur á steyptum sívöllum grunni. Vitinn í nærmynd á nösinni.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Vegagerð Samgöngur Grýtubakkahreppur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Vegagerðin greindi frá ástandi vitans í tilkynningu á vef sínum. Þar kemur fram að vitinn gegni enn hlutverki dagmerkis fyrir sjófarendur og að ljós vitans skuli lýsa frá 1. ágúst til 15. maí. Engin hætta er talin vera til staðar fyrir sjófarendur að svo stöddu, að öðru leyti en því að hætta getur skapast ef vitinn fellur í sjó. Vegagerðin mun á næstunni gefa út formlega tilkynningu til sjófarenda þar sem þeir verða upplýstir um að vitinn sé ótraustur. Vegagerðin vinni nú að því að meta næstu skref til að tryggja öryggi siglinga á hafsvæðinu. Starfsmenn Vegagerðarinnar við ástandsskoðun.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Ástand vitans hafi komið í ljós í árlegri þjónustuferð Vegagerðarinnar þar sem siglt er hringinn í kringum landið og viðhaldi sinnt á þeim landsvitum sem aðeins er hægt að komast að frá sjó. Stuttu áður en vitinn var þjónustaður, þann 3. júní síðastliðinn, höfðu sjófarendur haft samband við Vaktstöð siglinga og greint frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. „Vegagerðin hefur undanfarin ár fylgst náið með ástandinu á staðnum þar sem jarðvegur hefur verið á hreyfingu. Jarðskjálftavirkni er vel þekkt á þessum slóðum og jarðskorpuhreyfingar hafa verið tíðar undanfarin ár og er það líkleg skýring á því að hrunið hefur bæði úr undirstöðum vitans og úr hlíðinni þar sem hann stendur. Auk þess hafa verið nokkur skriðuföll á þessum slóðum undanfarin ár og gæti ágangur sjávar einnig haft áhrif,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Fyrsti vitinn á Gjögurtá var reistur árið 1965 en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Núverandi viti var reistur árið 1970 í framhaldinu og hefur því staðið í 55 ár. Vitinn stendur í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga, ljósahús hans 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stendur á steyptum sívöllum grunni. Vitinn í nærmynd á nösinni.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson
Vegagerð Samgöngur Grýtubakkahreppur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira