Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2025 14:06 Nú má skíra íslensk börn í höfuðið á Milo Yiannopoulos, Link, Kareem Abdul-Jabbar, Roberto Baggio og Anoru Mikheeva. Getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina. Tólf beiðnir voru teknar fyrir og voru ellefu þeirra samþykktar á fundi nefndarinnar. Millinafninu Hó var hafnað á þeirri forsendu að nafn sem er leitt af upphrópun, samanber hó, hæ, hí, ha og jæja, getur orðið nafnbera til ama. Nöfnin ellefu sem voru samþykkt eru Anóra (kvk), Link (kk), Eugenía (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Baggio (kk), Star (kvk), Kareem (kk), Míló (kk), Celina (kvk) og Bíi (kk). Öll nöfnin taka íslenska eignarfallsendingu en tvö þeirra eru hins vegar ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, Baggio og Celina, vegna -io-endingar og notkunar á c-i. Mannanafnanefnd samþykkti Baggio af því það er ítalskt tökunafn og io-rithátturinn gjaldgengur í ítölsku og var Celina samþykkt þar sem ritháttur þess er gjaldgengur víða um heim. Skýjakrókur, guðdómlegt tagl og tölvuleikapersóna Nokkur nafnanna vekja sérstaklega athygli. Þar má nefna nafnið Kareem sem er af arabískum uppruna en körfuboltamaðurinn Kareem-Abdul Jabbar er sennilega þekktasti nafnberi þess. Hann spilaði fyrir Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hét upprunalega Lew Alcindor en tók Kareem-nafnið þegar hann tók íslamstrú. Þeir sem kannast við Baggio-nafnið hugsa án efa allir til ítalska fótboltamannsins Roberto Baggio sem var kallaður Guðdómlega taglið (Il Divin Codino) og lék við góðan orðstír hjá Inter, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia. Nafnið Link merkir auðvitað hlekkur á ensku en tölvuleikjaspilarar kannast jafnframt við það úr tölvuleikjaseríunni Zeldu þar sem spilarar stýra ljóshærðu hetjunni Link sem þarf yfirleitt að bjarga prinsessuni Zeldu. Loks má nefna kvenmannsnafnið Anóru sem er aldagamalt en komst sérstaklega í umræðuna á síðustu mánuðum þegar gamanmyndin Anora vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna. Lesa má nánar um úrskurði Mannanafnanefndar á vef Stjórnarráðsins. Mannanöfn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Tólf beiðnir voru teknar fyrir og voru ellefu þeirra samþykktar á fundi nefndarinnar. Millinafninu Hó var hafnað á þeirri forsendu að nafn sem er leitt af upphrópun, samanber hó, hæ, hí, ha og jæja, getur orðið nafnbera til ama. Nöfnin ellefu sem voru samþykkt eru Anóra (kvk), Link (kk), Eugenía (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Baggio (kk), Star (kvk), Kareem (kk), Míló (kk), Celina (kvk) og Bíi (kk). Öll nöfnin taka íslenska eignarfallsendingu en tvö þeirra eru hins vegar ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, Baggio og Celina, vegna -io-endingar og notkunar á c-i. Mannanafnanefnd samþykkti Baggio af því það er ítalskt tökunafn og io-rithátturinn gjaldgengur í ítölsku og var Celina samþykkt þar sem ritháttur þess er gjaldgengur víða um heim. Skýjakrókur, guðdómlegt tagl og tölvuleikapersóna Nokkur nafnanna vekja sérstaklega athygli. Þar má nefna nafnið Kareem sem er af arabískum uppruna en körfuboltamaðurinn Kareem-Abdul Jabbar er sennilega þekktasti nafnberi þess. Hann spilaði fyrir Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hét upprunalega Lew Alcindor en tók Kareem-nafnið þegar hann tók íslamstrú. Þeir sem kannast við Baggio-nafnið hugsa án efa allir til ítalska fótboltamannsins Roberto Baggio sem var kallaður Guðdómlega taglið (Il Divin Codino) og lék við góðan orðstír hjá Inter, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia. Nafnið Link merkir auðvitað hlekkur á ensku en tölvuleikjaspilarar kannast jafnframt við það úr tölvuleikjaseríunni Zeldu þar sem spilarar stýra ljóshærðu hetjunni Link sem þarf yfirleitt að bjarga prinsessuni Zeldu. Loks má nefna kvenmannsnafnið Anóru sem er aldagamalt en komst sérstaklega í umræðuna á síðustu mánuðum þegar gamanmyndin Anora vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna. Lesa má nánar um úrskurði Mannanafnanefndar á vef Stjórnarráðsins.
Mannanöfn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira