Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 15:30 Maðurinn er sagður hafa verið í geðrofi þegar árásirnar áttu sér stað. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári. Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum. Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira