Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Árni Sæberg skrifar 27. júní 2025 16:57 Akademias, sem aðstoðar vinnustaði með rafræna fræðslu hefur ráðið Bjarna Ingimar Auðarson sem rekstrarstjóra Avia. Avia er hugbúnaður sem býr yfir þrefaldri virkni: fræðslukerfi, samskiptakerfi og innranet. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Bjarni komi til Akademias með yfir tveggja áratuga reynslu úr stjórnunarstörfum tengdum hugbúnaðargerð, stafrænum umbreytingum og rekstri tæknifyrirtækja. Hann muni leiða daglegan rekstur Avia hjá Akademias, stýra þróun og útfærslu lausna og fara fyrir sjö manna tækniteymi. „Bjarni er öflug viðbót við teymið okkar. Avia hefur verið í mjög örum vexti og við leituðum því að leiðtoga sem bæði skilur tækni og rekstur. Bjarni hefur einstaka innsýn inní hvoru tveggja. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann getur sameinað fólk, straumlínulagað flókin kerfi og komið hugmyndum í framkvæmd,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias. Áður en hann hóf störf hjá Akademias hafi Bjarni leitt þróun alþjóðlegs fræðslukerfis fyrir tæknigreinar, stýrt umfangsmiklum stafrænum umbótaverkefnum og innleiðingu viðskiptakerfa og gagnavöruhúsa. Hann hafi einnig stofnað og komið að uppbyggingu ýmissa sprotafyrirtækja. „Við stöndum á miklum vatnaskilum í þróun á hugbúnaðarlausninni Avia og fræðslulausnum Akademias. Við viljum vera fyrsta val vinnustaða sem vilja nútímavæða þjálfun starfsfólks og Bjarni mun gegna lykilhlutverki á því ferðalagi,“ er haft eftir Guðmundi Arnari. Haft er eftir Bjarna að hann sé spenntur fyrir nýju hlutverki. „Það er sjaldgæft að fá að ganga til liðs við teymi sem hefur bæði metnað og skýra framtíðarsýn. Í dag eru yfir 100 vinnustaðir að nýta lausnina í sínum rekstri og þeim fjölgar mikið í hverjum mánuði. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum og hjálpa Akademias að vaxa og skila enn betri lausnum til viðskiptavina okkar,“ segir Bjarni. Í tilkynningunni segir að Akademias hafi verið stofnað árið 2020 af þeim Guðmundi Arnari Guðmundssyni og Eyþóri Ívari Jónssyni. Hjá Akademias starfi 27 manns við annars vegar stjórnendaskólann og hins vegar Vinnustaðaskólann. Vinnustaðir fái aðgang að yfir 210 rafrænum námskeiðum á Íslensku og fleiri tungumálum, aðgang að fræðsluráðgjöfum sem greina fræðsluþarfir og setja upp fræðsluáætlanir, framleiðslu á klæðskerasniðnum námskeiðum fyrir vinnustaði, til dæmis nýliðafræðslu og öryggisnámskeið en jafnframt Avia fræðslu- og samskiptakerfið. Vistaskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Bjarni komi til Akademias með yfir tveggja áratuga reynslu úr stjórnunarstörfum tengdum hugbúnaðargerð, stafrænum umbreytingum og rekstri tæknifyrirtækja. Hann muni leiða daglegan rekstur Avia hjá Akademias, stýra þróun og útfærslu lausna og fara fyrir sjö manna tækniteymi. „Bjarni er öflug viðbót við teymið okkar. Avia hefur verið í mjög örum vexti og við leituðum því að leiðtoga sem bæði skilur tækni og rekstur. Bjarni hefur einstaka innsýn inní hvoru tveggja. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann getur sameinað fólk, straumlínulagað flókin kerfi og komið hugmyndum í framkvæmd,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias. Áður en hann hóf störf hjá Akademias hafi Bjarni leitt þróun alþjóðlegs fræðslukerfis fyrir tæknigreinar, stýrt umfangsmiklum stafrænum umbótaverkefnum og innleiðingu viðskiptakerfa og gagnavöruhúsa. Hann hafi einnig stofnað og komið að uppbyggingu ýmissa sprotafyrirtækja. „Við stöndum á miklum vatnaskilum í þróun á hugbúnaðarlausninni Avia og fræðslulausnum Akademias. Við viljum vera fyrsta val vinnustaða sem vilja nútímavæða þjálfun starfsfólks og Bjarni mun gegna lykilhlutverki á því ferðalagi,“ er haft eftir Guðmundi Arnari. Haft er eftir Bjarna að hann sé spenntur fyrir nýju hlutverki. „Það er sjaldgæft að fá að ganga til liðs við teymi sem hefur bæði metnað og skýra framtíðarsýn. Í dag eru yfir 100 vinnustaðir að nýta lausnina í sínum rekstri og þeim fjölgar mikið í hverjum mánuði. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum og hjálpa Akademias að vaxa og skila enn betri lausnum til viðskiptavina okkar,“ segir Bjarni. Í tilkynningunni segir að Akademias hafi verið stofnað árið 2020 af þeim Guðmundi Arnari Guðmundssyni og Eyþóri Ívari Jónssyni. Hjá Akademias starfi 27 manns við annars vegar stjórnendaskólann og hins vegar Vinnustaðaskólann. Vinnustaðir fái aðgang að yfir 210 rafrænum námskeiðum á Íslensku og fleiri tungumálum, aðgang að fræðsluráðgjöfum sem greina fræðsluþarfir og setja upp fræðsluáætlanir, framleiðslu á klæðskerasniðnum námskeiðum fyrir vinnustaði, til dæmis nýliðafræðslu og öryggisnámskeið en jafnframt Avia fræðslu- og samskiptakerfið.
Vistaskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira