Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 16:57 Tækið er það eina sinnar tegundar á Hringbrautinni. Vísir/Vilhelm Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut er enn óvirkt. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er erfitt að spá fyrir hvenær tækið verði tekið í gagnið á ný en það hefur verið óvirkt í tvær vikur í dag. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að beðið sé eftir þúsund lítra tanki af helíni en til þess að slökkva á segulómtæki í neyðartilfelli er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. Þegar það er gert er tækið oft ónothæft í einhvern tíma. Þar að auki er þúsund lítra tankur af helíni, eins og gefur að skilja, ekki ódýr. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi tiltekni tankur kostaði en samkvæmt umfangslítilli leit á internetinu getur það numið á þriðju milljón króna. Í dag eru liðnar tvær vikur síðan starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað. Búnaðurinn sogaðist umsvifalaust utan á segulómtækið vegna sterks segulsviðs þess og því þurfti að losa helín til að fá búnaðinn lausan. Til þess að koma tækinu aftur í gang þarf að fylla á helínið með áðurnefndum þúsund lítra tanki. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ekki ljóst hvenær segulómtækið verður aftur tekið í notkun. Enn er beðið eftir helíninu og þá tekur einhvern tíma að kveikja á segulsviðinu og ofan á það koma prófanir og prufukeyrslur. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut enn ónothæft um óákveðinn tíma. Landspítalinn hefur sagt að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að beðið sé eftir þúsund lítra tanki af helíni en til þess að slökkva á segulómtæki í neyðartilfelli er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. Þegar það er gert er tækið oft ónothæft í einhvern tíma. Þar að auki er þúsund lítra tankur af helíni, eins og gefur að skilja, ekki ódýr. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi tiltekni tankur kostaði en samkvæmt umfangslítilli leit á internetinu getur það numið á þriðju milljón króna. Í dag eru liðnar tvær vikur síðan starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað. Búnaðurinn sogaðist umsvifalaust utan á segulómtækið vegna sterks segulsviðs þess og því þurfti að losa helín til að fá búnaðinn lausan. Til þess að koma tækinu aftur í gang þarf að fylla á helínið með áðurnefndum þúsund lítra tanki. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ekki ljóst hvenær segulómtækið verður aftur tekið í notkun. Enn er beðið eftir helíninu og þá tekur einhvern tíma að kveikja á segulsviðinu og ofan á það koma prófanir og prufukeyrslur. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut enn ónothæft um óákveðinn tíma. Landspítalinn hefur sagt að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30