Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. júní 2025 15:02 Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson ræddu varnarmál á Sprengisandi í morgun ásamt Erlingi Erlingssyni hernaðarsagnfræðingi. Vísir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur. Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur.
Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira