Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 17:21 Vinstra megin er Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, og hægra megin er Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Vísir/Einar/Vilhelm Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu. Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira