Árin hjá Spotify ævintýri líkust Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júlí 2025 07:03 Orri Eyþórsson hönnuður hefur komið víða við og starfaði í nokkur ár hjá Spotify í London. Vísir/Anton Brink „Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri. Tölvupóstur sem breytti lífinu Orri er fæddur árið 1994 og ólst upp í Mosfellsbæ. Fljótlega eftir að hann byrjaði að vinna dreymdi hann um að hanna fyrir stórt tæknifyrirtæki erlendis. „Ég sendi reglulega út umsóknir á fyrirtæki á borð við Google, Apple og Facebook alveg frá því ég hóf störf sem hönnuður þegar ég var tvítugur. Í byrjun hitti það auðvitað ekki í mark þar sem ég var ekki með mikla reynslu.“ Orri Eyþórsson vissi ungur að hann langaði að prófa að starfa hjá stórfyrirtæki erlendis.Vísir/Anton Brink Fyrir rúmum þremur árum fékk Orri svo tölvupóst sem átti eftir að gjörbreyta lífi hans. „Þar var mér boðið í viðtal hjá Spotify. Það var svo langt síðan ég sótti um að ég mundi ekki hvaða stöðu ég hafði sóst eftir eða í hvaða landi. Spotify býður mikið upp á að fólk geti unnið hvar sem er, þú þarft bara að vera staðsettur í borg þar sem skrifstofur fyrirtækisins eru. Mér var því boðið að velja stað í Evrópu en stærstu hönnunarskrifstofur þeirra eru í Stokkhólmi, Gautaborg og í London. Þarna var ég nýlega fluttur heim eftir nokkur ár í Kaupmannahöfn þannig mér fannst ég svolítið búinn með reynsluna á að búa í skandinavískri stórborg. Því varð London fyrir valinu.“ Tölvuleikjaspil varð að hönnunarástríðu Hönnun hefur alla tíð heillað Orra og má segja að áhuginn hafi kviknað við það að spila tölvuleiki. „Þegar ég og bróðir minn vorum krakkar vorum við alltaf saman í fartölvunni hennar mömmu að spila tölvuleiki. Móðurbróðir okkar vinnur við tölvur, hann sá greinilega þennan áhuga hjá mér og ákvað að fá mig til að gera eitthvað vitsmunalegra en að spila bara tölvuleiki þannig hann kenndi mér að búa til vefsíðu. Hann sótti líka photoshop forritið fyrir mig og ég elskaði alltaf að teikna og var að leika mér að búa til lógó. Á þessum tíma var ég ellefu ára og þarna kviknar einhver ástríða þar sem ég var alltaf að sækja mér vitneskju í gegnum Youtube og stöðugt að læra eitthvað nýtt.“ Tölvuáhuginn kviknaði snemma hjá Orra sem sést hér einbeittur við skjáinn árið 2005.Aðsend Orri segist ekki koma úr mjög skapandi fjölskyldu en hann fann að þetta var hans leið. Eftir grunnskóla var hann ekki spenntur fyrir hefðbundnu námi. „Mér fannst skásta leiðin til að komast í gegnum menntaskóla vera á einhvers konar hönnunarbraut og ég fór því í Borgarholtsskóla.“ Óumflýjanleg loddaralíðan Eftir útskrift fór boltinn að rúlla og Orri byrjaði fljótt að taka að sér fjölbreytt og skemmtileg verkefni. „Hér á Íslandi vann maður með alls konar agency-um sem sáu um verkefni fyrir stærri fyrirtæki. Ég gerði til dæmis risa verkefni fyrir Marel og úti í Kaupmannahöfn var ég í heilt ár að gera verkefni fyrir Ikea. Þar fékk maður smjörþefinn af þessum stóru verkefnum en ég var samt alltaf starfsmaður hjá litlu fyrirtæki. Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin (e. imposter syndrome) er alltaf smá óumflýjanleg. Þetta er gríðarlega stórt fyrirtæki, þegar ég var að byrja voru hundrað manns í sömu kynningu og ég.“ Orri eignaðist marga góða vini hjá Spotify og það var mikið um að vera skemmtilegt hjá fyrirtækinu.Aðsend Fjarsamband gekk ekki upp Vinnulagið er að sögn Orra gjörólíkt hérlendis og úti. „Þegar þú byrjar að vinna á Íslandi dembirðu þér beint í verkefni sem hefði helst átt að hefjast í gær. Hjá Spotify sögðu þau mér að taka þrjá til sex mánuði til að komast inn í allt, horfa á myndbönd, læra inn á hitt og þetta og tengjast við rétta fólkið. Þú færð engin verkefni fyrst. Það er líka rosalega gott og lærdómsríkt að kynnast fólki sem stýrir mismunandi hlutum í þessu gríðarlega stóra forriti, þannig færðu hlutina í gegn síðar meir.“ Það voru mikil viðbrigði fyrir Orra að hefja störf hjá Spotify.Aðsend Þegar Orri flutti út var hann í sambúð og segir að það hafi verið skrýtið að flytja einn út í svona stórborg. „Spotify sá í raun um allt sem við kom flutningunum. Þau græjuðu íbúð fyrsta mánuðinn, tengdu mig við fasteignasala sem reddaði mér langtímaíbúð, sáu um landvistar- og vinnuleyfið og allt það. Fyrst um sinn var ég mikið að fara fram og til baka á milli Reykjavíkur og London því ég átti kærustu heima. Svo finnur maður að það gengur ekki til lengdar að vera bara með annan fótinn úti.“ Orri sá auglýsingu þar sem íslenskar stelpur leituðu að herbergisfélaga í London og segir hann það hafa verið frábæra ákvörðun þar sem þau urðu öll perluvinir.Aðsend Sambandið gekk ekki upp þar sem þau sáu fram á að vera um ókomna tíð í sitthvoru landinu. „Ég var á tímapunkti að velta fyrir mér að flytja aftur heim en ákvað að prófa bara að fara alla leið sem London búi. Það er krefjandi og skemmtilegt að feta sig hér og kynnast fólki og allt það. Þetta var mjög góð ákvörðun og ég fann í kjölfarið rosa mikinn mun á lífinu í London, hjólin fóru að snúast aðeins hraðar og ég náði hægt og rólega að móta mig betur í borginni.“ Auðvelt að verða einmana í stórborg Á sama tíma tók Orri eftir auglýsingu þar sem tvær íslenskar stelpur auglýstu eftir meðleiganda í London. „Það kostar morðfjár að leigja úti sérstaklega þegar maður er einn. Ég hugsaði að það gæti verið skemmtilegt að búa með öðrum. Þetta var líka hjónaherbergi með sér baðherbergi og öllu þannig ef þetta myndi klikka gæti ég bara alltaf verið inni í herbergi,“ segir Orri hlæjandi og bætir við: „Síðan reyndist þetta líka ein af bestu ákvörðunum sem ég gat tekið. Ég datt inn í góðan vinahóp og náði enn betur að festa smá rætur í borginni. Það voru líka allir í sömu stöðu að vera þarna einir í London að feta sinn veg.“ Einmanaleikinn er að sama skapi oft óumflýjanlegur hluti af því að búa einn erlendis. „Stundum var ég að klára vinnudaginn einn, komst ekki á neina fótboltaæfingu og maður hugsaði: Jæja þá er vinnudagurinn búinn, allt kvöldið fram undan og nákvæmlega ekkert plan. Maður þurfti þá bara að finna sér eitthvað að gera.“ Orri æfði fótbolta úti og var stöðugt að finna sér eitthvað að gera.Aðsend Sumarpartý með Busta Rhymes og bjór með Rag'N'Bone Fyrst og fremst segir Orri að þessi rúmu tvö ár í London hafi verið algjört ævintýri. „Það var auðvitað ógleymanleg og mjög mótandi reynsla að vinna hjá Spotify. Skrifstofan var algjörlega mögnuð og það var svo mikið um skemmtilega viðburði. Ég man til dæmis eftir sumarpartýi þar sem Spotify leigði út allt Pop Brixton og Busta Rhymes var mættur að rappa. Busta Rhymes birti myndaseríu frá gigginu hjá Spotify og Orri sést þarna í mega stuði fremstur við sviðið!Skjáskot Svo voru viðburðir í matsalnum á nokkra mánaða fresti þar sem tónlistarfólk spilaði í hádeginu á fimmtudögum. Söngkonan Raye kom meðal annars og hún er algjörlega stórkostleg live. Rag’n’Bone Man var líka frábær og eftir settið hans kom hann með okkur í bjór. Þetta var mjög einstakt og persónulegt.“ Lang erfiðast að hætta Eftir rúmu tvö árin stóð Orri svo á tímamótum. „Erfiðasta ákvörðunin í þessu öllu saman var að ákveða að hætta hjá Spotify en ég vissi að mig langaði heim. Ég var búinn að vera á flakki svo lengi, alltaf að leigja hér og þar. Ég flutti úr Mosó 23 ára og hef verið á leigumarkaði síðan. Ég er örugglega búinn að flytja svona átta sinnum síðastliðin átta ár og ég er svo oft búinn að setja saman Ikea hillur sem ég veit að ég er ekki að fara að eiga. Ég var kominn með nóg af því að vita að allt sem ég gerði var tímabundið. Mig langaði að festa rætur.“ Orri naut sín í botn í London og eignaðist marga vini en fann þó að hann vildi festa rætur á Íslandi.Aðsend Orri hafði hægt og rólega yfir áratug verið að safna sér fyrir íbúð. „Ég var ótrúlega sáttur í London en þegar það kom að því að skrifa undir nýjan leigusamning sem var til tveggja ára fann ég að næsta skref væri að flytja heim.“ Íbúð, bíll og ný vinna Orri flutti heim fyrir rúmum mánuði og lýsir síðastliðnum vikum sem algjörum hvirfilvindi. „Ég ætlaði að koma heim og taka mér smá pásu þar sem ég gæti fundið hver næstu skref væru. Ég var búinn að prófa draumavinnuna sem ég hafðu unnið að alla ævi. Þá er erfitt að vita hvað taki við og mig langaði að gefa mér tíma í að finna út úr því. En lífið er oft óútreiknanlegt og það breyttist þegar vinir mínir hjá Reon höfðu samband.“ Orri Eyþórsson hélt að hann ætti rólegt sumar fram undan en lífið tók sannarlega u beygju.Vísir/Anton Brink Reon er stafræn vöruþróunarstofa sem sérhæfir sig í að skapa og þróa framúrskarandi stafrænar lausnir. Orri starfaði með þeim fyrir rúmum níu árum og þekkir eiganda og starfsfólkið vel. „Í fyrra heyrði Elvar Örn Þormar stofnandi Reon í mér til að spyrja mig hvort ég þekkti einhvern listrænan stjórnanda. Þau langaði að fara aftur á fullt í hönnun innanhús en höfðu verið að vinna með öðrum hönnunarstofum fram að því. Reon er leiðandi íslenskt hugbúnaðarhús sem sérhæfir sig í stafrænni þróun, nýsköpun og innleiðingu hugbúnaðarlausna fyrir fyrirtæki og frumkvöðla. Þau hafa alltaf haft fótfestu sem geggjaðir forritarar og fyrir níu árum kem ég inn í verkefni með þeim. Þeim fannst frábært að hafa hönnuð með sér þannig þau réðu mig inn og við gerðum alls konar skemmtileg verkefni. Ég hannaði meðal annars lógóið þeirra sem er það sama í dag en ég hlakka til að uppfæra það aðeins núna,“ segir Orri kíminn. Heill hringur Þegar Elvar hafði samband við Orra stóð ekki til að hann væri að flytja heim en nokkrum mánuðum seinna rakst Orri á Elvar og Rósu Dögg framkvæmdarstjóra og það var skrifað í skýin að hann kæmi aftur til starfa. „Ég var fyrsti hönnuðurinn hjá þeim og núna kem ég aftur í þessa uppbyggingu þar sem verið er að byggja upp hönnunardeildina en hönnun er auðvitað gríðarlega mikill partur af hugbúnaðarþróun. Það skiptir máli að þetta eigi í samtali og það sé góð tenging þarna á milli í gegnum allt ferlið.“ Orri naut þess til hins ítrasta að starfa á skrifstofu Spotify í London en er að sama skapi virkilega spenntur að vera kominn heim. Aðsend Orri fór úr því að eiga rólegt sumar yfir í algjöran hvirfilvind af fjöri. „Auðvitað er það sjúklega spennandi. Maður er alinn upp við aksjonið hér heima, með hundrað bolta á lofti, og ég er að vinna mig aftur upp í þetta íslenska tempó núna. Síðastliðinn mánuð er ég búinn að flytja heim, kaupa mér íbúð og bíl og er að byrja nýja vinnu allt á einu bretti. Sumarið fer því í að undirbúa að koma Reon aftur á kortið með hönnun í fararteskinu og kannski maður uppfæri aðeins lógóið. Virkilega spennandi tímar fram undan,“ segir Orri brosandi að lokum. Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Menning Bretland Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
Tölvupóstur sem breytti lífinu Orri er fæddur árið 1994 og ólst upp í Mosfellsbæ. Fljótlega eftir að hann byrjaði að vinna dreymdi hann um að hanna fyrir stórt tæknifyrirtæki erlendis. „Ég sendi reglulega út umsóknir á fyrirtæki á borð við Google, Apple og Facebook alveg frá því ég hóf störf sem hönnuður þegar ég var tvítugur. Í byrjun hitti það auðvitað ekki í mark þar sem ég var ekki með mikla reynslu.“ Orri Eyþórsson vissi ungur að hann langaði að prófa að starfa hjá stórfyrirtæki erlendis.Vísir/Anton Brink Fyrir rúmum þremur árum fékk Orri svo tölvupóst sem átti eftir að gjörbreyta lífi hans. „Þar var mér boðið í viðtal hjá Spotify. Það var svo langt síðan ég sótti um að ég mundi ekki hvaða stöðu ég hafði sóst eftir eða í hvaða landi. Spotify býður mikið upp á að fólk geti unnið hvar sem er, þú þarft bara að vera staðsettur í borg þar sem skrifstofur fyrirtækisins eru. Mér var því boðið að velja stað í Evrópu en stærstu hönnunarskrifstofur þeirra eru í Stokkhólmi, Gautaborg og í London. Þarna var ég nýlega fluttur heim eftir nokkur ár í Kaupmannahöfn þannig mér fannst ég svolítið búinn með reynsluna á að búa í skandinavískri stórborg. Því varð London fyrir valinu.“ Tölvuleikjaspil varð að hönnunarástríðu Hönnun hefur alla tíð heillað Orra og má segja að áhuginn hafi kviknað við það að spila tölvuleiki. „Þegar ég og bróðir minn vorum krakkar vorum við alltaf saman í fartölvunni hennar mömmu að spila tölvuleiki. Móðurbróðir okkar vinnur við tölvur, hann sá greinilega þennan áhuga hjá mér og ákvað að fá mig til að gera eitthvað vitsmunalegra en að spila bara tölvuleiki þannig hann kenndi mér að búa til vefsíðu. Hann sótti líka photoshop forritið fyrir mig og ég elskaði alltaf að teikna og var að leika mér að búa til lógó. Á þessum tíma var ég ellefu ára og þarna kviknar einhver ástríða þar sem ég var alltaf að sækja mér vitneskju í gegnum Youtube og stöðugt að læra eitthvað nýtt.“ Tölvuáhuginn kviknaði snemma hjá Orra sem sést hér einbeittur við skjáinn árið 2005.Aðsend Orri segist ekki koma úr mjög skapandi fjölskyldu en hann fann að þetta var hans leið. Eftir grunnskóla var hann ekki spenntur fyrir hefðbundnu námi. „Mér fannst skásta leiðin til að komast í gegnum menntaskóla vera á einhvers konar hönnunarbraut og ég fór því í Borgarholtsskóla.“ Óumflýjanleg loddaralíðan Eftir útskrift fór boltinn að rúlla og Orri byrjaði fljótt að taka að sér fjölbreytt og skemmtileg verkefni. „Hér á Íslandi vann maður með alls konar agency-um sem sáu um verkefni fyrir stærri fyrirtæki. Ég gerði til dæmis risa verkefni fyrir Marel og úti í Kaupmannahöfn var ég í heilt ár að gera verkefni fyrir Ikea. Þar fékk maður smjörþefinn af þessum stóru verkefnum en ég var samt alltaf starfsmaður hjá litlu fyrirtæki. Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin (e. imposter syndrome) er alltaf smá óumflýjanleg. Þetta er gríðarlega stórt fyrirtæki, þegar ég var að byrja voru hundrað manns í sömu kynningu og ég.“ Orri eignaðist marga góða vini hjá Spotify og það var mikið um að vera skemmtilegt hjá fyrirtækinu.Aðsend Fjarsamband gekk ekki upp Vinnulagið er að sögn Orra gjörólíkt hérlendis og úti. „Þegar þú byrjar að vinna á Íslandi dembirðu þér beint í verkefni sem hefði helst átt að hefjast í gær. Hjá Spotify sögðu þau mér að taka þrjá til sex mánuði til að komast inn í allt, horfa á myndbönd, læra inn á hitt og þetta og tengjast við rétta fólkið. Þú færð engin verkefni fyrst. Það er líka rosalega gott og lærdómsríkt að kynnast fólki sem stýrir mismunandi hlutum í þessu gríðarlega stóra forriti, þannig færðu hlutina í gegn síðar meir.“ Það voru mikil viðbrigði fyrir Orra að hefja störf hjá Spotify.Aðsend Þegar Orri flutti út var hann í sambúð og segir að það hafi verið skrýtið að flytja einn út í svona stórborg. „Spotify sá í raun um allt sem við kom flutningunum. Þau græjuðu íbúð fyrsta mánuðinn, tengdu mig við fasteignasala sem reddaði mér langtímaíbúð, sáu um landvistar- og vinnuleyfið og allt það. Fyrst um sinn var ég mikið að fara fram og til baka á milli Reykjavíkur og London því ég átti kærustu heima. Svo finnur maður að það gengur ekki til lengdar að vera bara með annan fótinn úti.“ Orri sá auglýsingu þar sem íslenskar stelpur leituðu að herbergisfélaga í London og segir hann það hafa verið frábæra ákvörðun þar sem þau urðu öll perluvinir.Aðsend Sambandið gekk ekki upp þar sem þau sáu fram á að vera um ókomna tíð í sitthvoru landinu. „Ég var á tímapunkti að velta fyrir mér að flytja aftur heim en ákvað að prófa bara að fara alla leið sem London búi. Það er krefjandi og skemmtilegt að feta sig hér og kynnast fólki og allt það. Þetta var mjög góð ákvörðun og ég fann í kjölfarið rosa mikinn mun á lífinu í London, hjólin fóru að snúast aðeins hraðar og ég náði hægt og rólega að móta mig betur í borginni.“ Auðvelt að verða einmana í stórborg Á sama tíma tók Orri eftir auglýsingu þar sem tvær íslenskar stelpur auglýstu eftir meðleiganda í London. „Það kostar morðfjár að leigja úti sérstaklega þegar maður er einn. Ég hugsaði að það gæti verið skemmtilegt að búa með öðrum. Þetta var líka hjónaherbergi með sér baðherbergi og öllu þannig ef þetta myndi klikka gæti ég bara alltaf verið inni í herbergi,“ segir Orri hlæjandi og bætir við: „Síðan reyndist þetta líka ein af bestu ákvörðunum sem ég gat tekið. Ég datt inn í góðan vinahóp og náði enn betur að festa smá rætur í borginni. Það voru líka allir í sömu stöðu að vera þarna einir í London að feta sinn veg.“ Einmanaleikinn er að sama skapi oft óumflýjanlegur hluti af því að búa einn erlendis. „Stundum var ég að klára vinnudaginn einn, komst ekki á neina fótboltaæfingu og maður hugsaði: Jæja þá er vinnudagurinn búinn, allt kvöldið fram undan og nákvæmlega ekkert plan. Maður þurfti þá bara að finna sér eitthvað að gera.“ Orri æfði fótbolta úti og var stöðugt að finna sér eitthvað að gera.Aðsend Sumarpartý með Busta Rhymes og bjór með Rag'N'Bone Fyrst og fremst segir Orri að þessi rúmu tvö ár í London hafi verið algjört ævintýri. „Það var auðvitað ógleymanleg og mjög mótandi reynsla að vinna hjá Spotify. Skrifstofan var algjörlega mögnuð og það var svo mikið um skemmtilega viðburði. Ég man til dæmis eftir sumarpartýi þar sem Spotify leigði út allt Pop Brixton og Busta Rhymes var mættur að rappa. Busta Rhymes birti myndaseríu frá gigginu hjá Spotify og Orri sést þarna í mega stuði fremstur við sviðið!Skjáskot Svo voru viðburðir í matsalnum á nokkra mánaða fresti þar sem tónlistarfólk spilaði í hádeginu á fimmtudögum. Söngkonan Raye kom meðal annars og hún er algjörlega stórkostleg live. Rag’n’Bone Man var líka frábær og eftir settið hans kom hann með okkur í bjór. Þetta var mjög einstakt og persónulegt.“ Lang erfiðast að hætta Eftir rúmu tvö árin stóð Orri svo á tímamótum. „Erfiðasta ákvörðunin í þessu öllu saman var að ákveða að hætta hjá Spotify en ég vissi að mig langaði heim. Ég var búinn að vera á flakki svo lengi, alltaf að leigja hér og þar. Ég flutti úr Mosó 23 ára og hef verið á leigumarkaði síðan. Ég er örugglega búinn að flytja svona átta sinnum síðastliðin átta ár og ég er svo oft búinn að setja saman Ikea hillur sem ég veit að ég er ekki að fara að eiga. Ég var kominn með nóg af því að vita að allt sem ég gerði var tímabundið. Mig langaði að festa rætur.“ Orri naut sín í botn í London og eignaðist marga vini en fann þó að hann vildi festa rætur á Íslandi.Aðsend Orri hafði hægt og rólega yfir áratug verið að safna sér fyrir íbúð. „Ég var ótrúlega sáttur í London en þegar það kom að því að skrifa undir nýjan leigusamning sem var til tveggja ára fann ég að næsta skref væri að flytja heim.“ Íbúð, bíll og ný vinna Orri flutti heim fyrir rúmum mánuði og lýsir síðastliðnum vikum sem algjörum hvirfilvindi. „Ég ætlaði að koma heim og taka mér smá pásu þar sem ég gæti fundið hver næstu skref væru. Ég var búinn að prófa draumavinnuna sem ég hafðu unnið að alla ævi. Þá er erfitt að vita hvað taki við og mig langaði að gefa mér tíma í að finna út úr því. En lífið er oft óútreiknanlegt og það breyttist þegar vinir mínir hjá Reon höfðu samband.“ Orri Eyþórsson hélt að hann ætti rólegt sumar fram undan en lífið tók sannarlega u beygju.Vísir/Anton Brink Reon er stafræn vöruþróunarstofa sem sérhæfir sig í að skapa og þróa framúrskarandi stafrænar lausnir. Orri starfaði með þeim fyrir rúmum níu árum og þekkir eiganda og starfsfólkið vel. „Í fyrra heyrði Elvar Örn Þormar stofnandi Reon í mér til að spyrja mig hvort ég þekkti einhvern listrænan stjórnanda. Þau langaði að fara aftur á fullt í hönnun innanhús en höfðu verið að vinna með öðrum hönnunarstofum fram að því. Reon er leiðandi íslenskt hugbúnaðarhús sem sérhæfir sig í stafrænni þróun, nýsköpun og innleiðingu hugbúnaðarlausna fyrir fyrirtæki og frumkvöðla. Þau hafa alltaf haft fótfestu sem geggjaðir forritarar og fyrir níu árum kem ég inn í verkefni með þeim. Þeim fannst frábært að hafa hönnuð með sér þannig þau réðu mig inn og við gerðum alls konar skemmtileg verkefni. Ég hannaði meðal annars lógóið þeirra sem er það sama í dag en ég hlakka til að uppfæra það aðeins núna,“ segir Orri kíminn. Heill hringur Þegar Elvar hafði samband við Orra stóð ekki til að hann væri að flytja heim en nokkrum mánuðum seinna rakst Orri á Elvar og Rósu Dögg framkvæmdarstjóra og það var skrifað í skýin að hann kæmi aftur til starfa. „Ég var fyrsti hönnuðurinn hjá þeim og núna kem ég aftur í þessa uppbyggingu þar sem verið er að byggja upp hönnunardeildina en hönnun er auðvitað gríðarlega mikill partur af hugbúnaðarþróun. Það skiptir máli að þetta eigi í samtali og það sé góð tenging þarna á milli í gegnum allt ferlið.“ Orri naut þess til hins ítrasta að starfa á skrifstofu Spotify í London en er að sama skapi virkilega spenntur að vera kominn heim. Aðsend Orri fór úr því að eiga rólegt sumar yfir í algjöran hvirfilvind af fjöri. „Auðvitað er það sjúklega spennandi. Maður er alinn upp við aksjonið hér heima, með hundrað bolta á lofti, og ég er að vinna mig aftur upp í þetta íslenska tempó núna. Síðastliðinn mánuð er ég búinn að flytja heim, kaupa mér íbúð og bíl og er að byrja nýja vinnu allt á einu bretti. Sumarið fer því í að undirbúa að koma Reon aftur á kortið með hönnun í fararteskinu og kannski maður uppfæri aðeins lógóið. Virkilega spennandi tímar fram undan,“ segir Orri brosandi að lokum.
Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Menning Bretland Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira