Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. júní 2025 20:47 Sanna Magdalena Mörtudóttir var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar á hitafundi í kvöld. Vísir/Ívar Fannar Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira