Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 23:29 Hjalti Dagur Hjaltason er formaður Félags læknanema. Samsett Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum. Í tilkynningu lýsa Félag læknanema og Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu yfir miklum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda. Þar segja læknanemar að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi tekið einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarði laun sín út frá. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sem er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir mannauðsmálum ríkisins, þar á meðal ráðgjöf varðandi mannauðsstjórun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga við Læknafélag Íslands. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum, á öllum helstu deildum, þar sem þeir sinna lykilhlutverki innan heilbrigðiskerfisins sem læknar. Tekið er fram í tilkynningunni að þar veiti þeir meðferðir, skrái upplýsingar í sjúkraskrá en séu að auki oft einir á vakt. Því sé ljóst að um er að ræða mikið ábyrgðarstarf. KMR segir engar forsendur til viðræðna Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi. Félag læknanema segir Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hafa einhliða tekið ákvörðun um að lækka laun félagsmanna sinna til að „knýja fram þvingaðan sparnað í rekstri Landspítala.“ Nýju viðmiðin eru sem hér segir: laun nema á þriðja námsári eru óbreytt í 70 prósenta hlutfalli launa sérnámsgrunnslækna, laun nema á fjórða námsári lækka úr 80 prósentum fyrrnefndra launa í 75 prósent og laun nema á fimmta ári lækka úr 90 prósentum í 84. Samkvæmt launatöflu eru 70 prósent 575.368 krónur og 84 prósent 690.441 króna. Félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Samkvæmt lögum LÍ geta læknanemar fengið þessa aukaaðild sem hafa lokið fjórða ári náms í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis. Aukaaðild að LÍ fylgja engin önnur réttindi en þau að geta sótt fundi með málfrelsi og tillögurétti. Þetta segja læknanemar veikja stöðu sína í samningsviðræðum. Læknafélag Íslands hafi nú þegar mótmælt formlega fyrir hönd læknanema en Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi borið því við að þar sem læknanemar séu ekki félagar í Læknafélaginu væri engin forsenda til viðræðna við þá. Ekki til þess fallið að laða lækna til starfa Læknanemar segja þetta bitna á hópi sem gegnir veigamiklum störfum og ber ríka ábyrgð en hefur takmörkuð úrræði til að mótmæla. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags Læknanema, segir viðmót stjórnvalda ekki vera síður mikilvægt í dag en þegar þeir eru orðnir læknar. Læknanemar standi frammi fyrir ákvörðun um hvar og hvernig þeir vilji starfa á næstu árum. „Ef skilaboðin eru þau að læknanemar séu ekki nægilega mikilvægir til að eiga rétt á sanngjörnum kjörum, hvers konar viðmót bíður þeirra þá eftir útskrift? Svona aðgerðir eru ekki til þess fallnar að laða lækna til starfa eftir útskrift,“ segir Hjalti Dagur. „Við förum einfaldlega fram á að kjör læknanema fylgi launaþróun þeirra samninga sem störf okkar byggja á og að tekin sé afstaða gegn því að hópur sem heilbrigðiskerfið sannarlega reiðir sig á sé ítrekað tekinn út fyrir sviga þegar kjör eru ákveðin. Það er réttlætismál,“ segir hann. Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Í tilkynningu lýsa Félag læknanema og Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu yfir miklum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda. Þar segja læknanemar að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi tekið einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarði laun sín út frá. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sem er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir mannauðsmálum ríkisins, þar á meðal ráðgjöf varðandi mannauðsstjórun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga við Læknafélag Íslands. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum, á öllum helstu deildum, þar sem þeir sinna lykilhlutverki innan heilbrigðiskerfisins sem læknar. Tekið er fram í tilkynningunni að þar veiti þeir meðferðir, skrái upplýsingar í sjúkraskrá en séu að auki oft einir á vakt. Því sé ljóst að um er að ræða mikið ábyrgðarstarf. KMR segir engar forsendur til viðræðna Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi. Félag læknanema segir Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hafa einhliða tekið ákvörðun um að lækka laun félagsmanna sinna til að „knýja fram þvingaðan sparnað í rekstri Landspítala.“ Nýju viðmiðin eru sem hér segir: laun nema á þriðja námsári eru óbreytt í 70 prósenta hlutfalli launa sérnámsgrunnslækna, laun nema á fjórða námsári lækka úr 80 prósentum fyrrnefndra launa í 75 prósent og laun nema á fimmta ári lækka úr 90 prósentum í 84. Samkvæmt launatöflu eru 70 prósent 575.368 krónur og 84 prósent 690.441 króna. Félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Samkvæmt lögum LÍ geta læknanemar fengið þessa aukaaðild sem hafa lokið fjórða ári náms í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis. Aukaaðild að LÍ fylgja engin önnur réttindi en þau að geta sótt fundi með málfrelsi og tillögurétti. Þetta segja læknanemar veikja stöðu sína í samningsviðræðum. Læknafélag Íslands hafi nú þegar mótmælt formlega fyrir hönd læknanema en Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi borið því við að þar sem læknanemar séu ekki félagar í Læknafélaginu væri engin forsenda til viðræðna við þá. Ekki til þess fallið að laða lækna til starfa Læknanemar segja þetta bitna á hópi sem gegnir veigamiklum störfum og ber ríka ábyrgð en hefur takmörkuð úrræði til að mótmæla. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags Læknanema, segir viðmót stjórnvalda ekki vera síður mikilvægt í dag en þegar þeir eru orðnir læknar. Læknanemar standi frammi fyrir ákvörðun um hvar og hvernig þeir vilji starfa á næstu árum. „Ef skilaboðin eru þau að læknanemar séu ekki nægilega mikilvægir til að eiga rétt á sanngjörnum kjörum, hvers konar viðmót bíður þeirra þá eftir útskrift? Svona aðgerðir eru ekki til þess fallnar að laða lækna til starfa eftir útskrift,“ segir Hjalti Dagur. „Við förum einfaldlega fram á að kjör læknanema fylgi launaþróun þeirra samninga sem störf okkar byggja á og að tekin sé afstaða gegn því að hópur sem heilbrigðiskerfið sannarlega reiðir sig á sé ítrekað tekinn út fyrir sviga þegar kjör eru ákveðin. Það er réttlætismál,“ segir hann.
Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira