Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2025 08:06 Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, segir að stund sannleikans sé runnin upp hjá Eurovision. Getty Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. Stefán Jón segir að í mesta lagi skuli heimila sjálfstæðum ísraelskum listamönnum að keppa undir hlutlausum fána, að því gefnu að þeir lýsi opinberlega yfir stuðningi við grunngildi Eurovision, þar með talið mannréttindi allra. Þetta kemur fram í grein Stefáns Jóns sem birt var á Vísi í morgun og hann skrifar í tilefni af aðalfundi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í London á fimmtudag og föstudag. Stefán Jón segir að stund sannleikans sé runnin upp fyrir Eurovision. „Ætti ríki sem situr undir trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi að fá að vera áfram þátttakandi á menningarhátíð Evrópu,“ spyr Stefán Jón í greininni og vísar til þeirrar „siðferðislegu ákvörðunar“ EBU að vísa Rússum úr keppninni árið 2022 vegna innrásarinnar inn í Úkraínu. Eitt siðferðisviðmið fyrir evrópsk fórnarlömb og annað fyrir Palestínumenn Stefán Jón segir að fjölmörg ríki, þar með talið Ísland, hafi árið 2022 krafist þess að Rússum yrði vísað úr keppni í nafni friðar og samstöðu. „EBU sagði: „Ákvörðunin endurspeglar áhyggjur af því að, í ljósi fordæmalausrar kreppu í Úkraínu, myndi þátttaka rússnesks atriðis í keppninni þetta árið vanvirða keppnina.“ Síðan var sagt í yfirlýsingu: „Framkvæmdastjórn EBU tók ákvörðunina með hliðsjón af reglum keppninnar og gildi EBU, eftir víðtækt samráð meðal aðildarlanda.“ Nú þarf að beita sömu viðmiðum gagnvart Ísrael. Hernaðaraðgerðir þess í Gasasvæðinu hafa verið harðlega fordæmdar af alþjóðasamfélaginu fyrir alvarleg brot á alþjóðalögum. EBU getur ekki haft eitt siðferðisviðmið fyrir evrópsk fórnarlömb og annað fyrir Palestínumenn,“ segir Stefán Jón. Um árás Hamas á Ísraela 7. október 2023 segir Stefán Jón að um hafi verið að ræða glæpi af alvarlegustu gerð sem hafi réttilega verið fordæmdir. Glæpur réttlæti þó ekki annan glæp. „Viðbrögð Ísraels hafa lagt líf meira en tveggja milljóna saklausra íbúa Gasa í rúst, fólks sem flest átti engan hlut í árás Hamas,“ segir Stefán Jón. Fimmtíu þúsund manns hafi verið drepnir, samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjónunum. Formaður stjórar RÚV tekur þó fram að enginn vilji banna ísraelskum listamönnum að skapa tónlist og að málið snúist hvorki um gyðingdóm né gyðinga sem slíka. Fjöldi gyðinga víða um heim, þar á meðal í Ísrael, mótmæli stefnu ríkisstjórnar Ísraels á Gasa. EBU taki málið til endurskoðunar Stefán Jón segir að það sé ekki til of mikils mælst að EBU taki nú þátttöku Ísraels til endurskoðunar í opnu og gangsæju ferli þar sem raddir allra þátttökuríkja fái að hljóma. „Um eftirfarandi tillögur ætti að ræða, með fullri virðingu: Fresta þátttöku Ísraels þar til alþjóðlegar rannsóknir liggja fyrir með óyggjandi niðurstöðum. Í mesta lagi leyfa sjálfstæðum ísraelskum listamönnum að keppa undir hlutlausum fána að því gefnu að þeir lýsi yfir stuðningi við grunngildi Eurovision, þar á meðal mannréttindi allra. Fylgja mannréttindaviðmiðum í reglum Eurovision, í anda alþjóðlegra íþrótta og stjórnmála og með fordæmið um Rússland til hliðsjónar. Stund sannleikans fyrir Eurovision Fyrir tveimur árum vonuðust margir til að ástandið í Gasa myndi lagast og gripu ekki til aðgerða gegn Ísrael. Í staðinn hefur eyðileggingin aukist dag frá degi, lík eftir lík. Yfir 15.000 börn eru látin. Ef EBU leyfir Ísrael að taka áfram þátt við þessar aðstæður sendir það þau skilaboð að gildi Eurovision—friðhelgi, þátttaka og samstaða—séu valkvæð. Valin eftir hentugleikum. Það er óviðunandi. Keppnin verður að standa fyrir meira en ljós og lög og gleðihopp á meðan sprengjur falla og fólk deyr unnvörpum - líka meðan söngvarar standa á sviði. Að hafna þátttöku Ísraels núna er ekki að enda partýið heldur að krefjast þess að það endurspegli þau gildi sem við segjumst trúa á,“ segir Stefán Jón i grein sinni. RÚV styðji við tillögu um brottvísun, komi hún fram Málefni Eurovision voru til umræðu á fundi stjórnar RÚV þann 28. maí síðastliðinn þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var með yfirferð um Eurovision og þátttöku Ísraels í keppninni. Var stjórninni þar upplýst um að þátttaka Ísraels í keppninni yrði rædd með einum eða öðrum hætti á aðalfundi EBU í London í byrjun júlí sem og á öðrum fundum innan EBU. Stefán Jón bókaði þar sérstaklega að stjórnin beini þeim tilmælum til útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á vettvangi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr samtökunum og/eða söngvakeppninni vegna framgöngu ísraelska stjórnvalda gagnvart íbúum Gasa skuli Ríkisútvarpið styðja slíka tillögu að höfðu samráði við stjórn. „Þar er vísað til fordæmis gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegna óviðunandi framgöngu þeirra ríkja,“ segir í bókuninni. Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Stefán Jón segir að í mesta lagi skuli heimila sjálfstæðum ísraelskum listamönnum að keppa undir hlutlausum fána, að því gefnu að þeir lýsi opinberlega yfir stuðningi við grunngildi Eurovision, þar með talið mannréttindi allra. Þetta kemur fram í grein Stefáns Jóns sem birt var á Vísi í morgun og hann skrifar í tilefni af aðalfundi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í London á fimmtudag og föstudag. Stefán Jón segir að stund sannleikans sé runnin upp fyrir Eurovision. „Ætti ríki sem situr undir trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi að fá að vera áfram þátttakandi á menningarhátíð Evrópu,“ spyr Stefán Jón í greininni og vísar til þeirrar „siðferðislegu ákvörðunar“ EBU að vísa Rússum úr keppninni árið 2022 vegna innrásarinnar inn í Úkraínu. Eitt siðferðisviðmið fyrir evrópsk fórnarlömb og annað fyrir Palestínumenn Stefán Jón segir að fjölmörg ríki, þar með talið Ísland, hafi árið 2022 krafist þess að Rússum yrði vísað úr keppni í nafni friðar og samstöðu. „EBU sagði: „Ákvörðunin endurspeglar áhyggjur af því að, í ljósi fordæmalausrar kreppu í Úkraínu, myndi þátttaka rússnesks atriðis í keppninni þetta árið vanvirða keppnina.“ Síðan var sagt í yfirlýsingu: „Framkvæmdastjórn EBU tók ákvörðunina með hliðsjón af reglum keppninnar og gildi EBU, eftir víðtækt samráð meðal aðildarlanda.“ Nú þarf að beita sömu viðmiðum gagnvart Ísrael. Hernaðaraðgerðir þess í Gasasvæðinu hafa verið harðlega fordæmdar af alþjóðasamfélaginu fyrir alvarleg brot á alþjóðalögum. EBU getur ekki haft eitt siðferðisviðmið fyrir evrópsk fórnarlömb og annað fyrir Palestínumenn,“ segir Stefán Jón. Um árás Hamas á Ísraela 7. október 2023 segir Stefán Jón að um hafi verið að ræða glæpi af alvarlegustu gerð sem hafi réttilega verið fordæmdir. Glæpur réttlæti þó ekki annan glæp. „Viðbrögð Ísraels hafa lagt líf meira en tveggja milljóna saklausra íbúa Gasa í rúst, fólks sem flest átti engan hlut í árás Hamas,“ segir Stefán Jón. Fimmtíu þúsund manns hafi verið drepnir, samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjónunum. Formaður stjórar RÚV tekur þó fram að enginn vilji banna ísraelskum listamönnum að skapa tónlist og að málið snúist hvorki um gyðingdóm né gyðinga sem slíka. Fjöldi gyðinga víða um heim, þar á meðal í Ísrael, mótmæli stefnu ríkisstjórnar Ísraels á Gasa. EBU taki málið til endurskoðunar Stefán Jón segir að það sé ekki til of mikils mælst að EBU taki nú þátttöku Ísraels til endurskoðunar í opnu og gangsæju ferli þar sem raddir allra þátttökuríkja fái að hljóma. „Um eftirfarandi tillögur ætti að ræða, með fullri virðingu: Fresta þátttöku Ísraels þar til alþjóðlegar rannsóknir liggja fyrir með óyggjandi niðurstöðum. Í mesta lagi leyfa sjálfstæðum ísraelskum listamönnum að keppa undir hlutlausum fána að því gefnu að þeir lýsi yfir stuðningi við grunngildi Eurovision, þar á meðal mannréttindi allra. Fylgja mannréttindaviðmiðum í reglum Eurovision, í anda alþjóðlegra íþrótta og stjórnmála og með fordæmið um Rússland til hliðsjónar. Stund sannleikans fyrir Eurovision Fyrir tveimur árum vonuðust margir til að ástandið í Gasa myndi lagast og gripu ekki til aðgerða gegn Ísrael. Í staðinn hefur eyðileggingin aukist dag frá degi, lík eftir lík. Yfir 15.000 börn eru látin. Ef EBU leyfir Ísrael að taka áfram þátt við þessar aðstæður sendir það þau skilaboð að gildi Eurovision—friðhelgi, þátttaka og samstaða—séu valkvæð. Valin eftir hentugleikum. Það er óviðunandi. Keppnin verður að standa fyrir meira en ljós og lög og gleðihopp á meðan sprengjur falla og fólk deyr unnvörpum - líka meðan söngvarar standa á sviði. Að hafna þátttöku Ísraels núna er ekki að enda partýið heldur að krefjast þess að það endurspegli þau gildi sem við segjumst trúa á,“ segir Stefán Jón i grein sinni. RÚV styðji við tillögu um brottvísun, komi hún fram Málefni Eurovision voru til umræðu á fundi stjórnar RÚV þann 28. maí síðastliðinn þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var með yfirferð um Eurovision og þátttöku Ísraels í keppninni. Var stjórninni þar upplýst um að þátttaka Ísraels í keppninni yrði rædd með einum eða öðrum hætti á aðalfundi EBU í London í byrjun júlí sem og á öðrum fundum innan EBU. Stefán Jón bókaði þar sérstaklega að stjórnin beini þeim tilmælum til útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á vettvangi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr samtökunum og/eða söngvakeppninni vegna framgöngu ísraelska stjórnvalda gagnvart íbúum Gasa skuli Ríkisútvarpið styðja slíka tillögu að höfðu samráði við stjórn. „Þar er vísað til fordæmis gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegna óviðunandi framgöngu þeirra ríkja,“ segir í bókuninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira