Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 12:01 Karl Héðinn Valdimarsson segir flokkinn horfa til framtíðar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“ Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01