Íslenski boltinn

„Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Albert var ekki hrifinn af frammistöðu KA síðasta föstudag.
Albert var ekki hrifinn af frammistöðu KA síðasta föstudag. vísir

KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár.

„Þetta er eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár… Þetta var föstudagsleikur og ég var nokkuð viss um að menn myndu fá sér eftir leik en, án gríns, í fyrri hálfleik hugsaði ég: Fengu menn sér fyrir leik?“ spurði Albert í Stúkunni og sýndi myndbrot úr leiknum sem sýndu slæma frammistöðu KA manna.

„Það var bara fullt af einhverjum trúðaaugnablikum í þessum leik… Frammistaðan í þessum leik var fáránleg“ sagði Albert um frammistöðu KA í 2-5 tapinu gegn Val.

Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson og sérfræðingurinn Sigurbjörn Hreiðarsson sátu með Alberti í setti Stúkunnar og áttu erfitt með að vera ósammála honum. Innslagið þar sem vandræði KA voru rædd má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Stúkan ræðir frammistöðu KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×