„Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2025 19:32 Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, með Jóni Daða. Vísir/Sigurjón Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, segir að sameiginlegt átak bæjarbúa hafi átt þátt í því að fá Jón Daða Böðvarsson aftur heim. Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Sjá meira
Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“
Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Sjá meira