Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 23:48 Hjalti Dagur Hjaltason t.v. er formaður Félags læknanema. Vísir/Samsett Læknanemar segja fullyrðingar fjármálaráðuneytisins rangar og hvetja það til að kynna sér launamál sín betur og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum. Greint var frá því í fyrradag að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir álitu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema í sumarstarfi á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þeir væna Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að hafa tekið einhliða ákvörðun um að lækka laun þeirra sem tryggi að heilbrigðiskerfið sé starfhæft yfir sumartímann. Sumarvinnan ekki hluti af náminu Fjármálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu í gær að læknanemum hafi verið tryggð launahækkun upp á 3,5 prósent eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Breytingar hafi hins vegar verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem hafi valdið því að laun þeirra hafi hækkað umfram almennar launahækkanir. Laun læknanema eru reiknuð sem hlufall af lægstu mögulegu launum nýútskrifaðslæknis, sérnámsgrunnslæknis, og því hafi hlutfallinu verið breytt til að hækka ekki laun þeirra umfram aðra starfsmenn. Sjá einnig: Læknanemar fái víst launahækkun „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags læknanema, hefur ýmislegt um þennan málflutning ráðuneytisins að setja. Fyrir það fyrsta tekur hann fram að störf nema hjá heilbrigðisstofnunum landsins á sumrin séu ekki hluti af skipulögðu klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands. Um sé að ræða mikilvæg og ábyrgðarfull störf sem er undirstaða mönnunar yfir sumartímann. Hvetja ráðuneytið til að leiðrétta rangfærslurnar Hann segir breytingu launahlutfallsins ekki bara ósanngjarna heldur að hún byggi jafnframt á röngum forsendum. „Einnig er rangt meðfarið að laun læknanema séu til á launatöflu kjarasamnings LÍ og ríkisins. Laun þeirra hafa verið miðuð við ákveðna prósentu af lægstu mögulegu launum sem nýútskrifaður læknir getur fengið. Það er prósentuviðmiðið sem ríkið hefur einhliða lækkað í tvígang síðustu árin til að draga úr ávinningi læknanema af kjarasamningum sem læknar gerðu,“ segir Hjalti Dagur. „Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kynna sér þessi mál nánar og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir álitu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema í sumarstarfi á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þeir væna Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að hafa tekið einhliða ákvörðun um að lækka laun þeirra sem tryggi að heilbrigðiskerfið sé starfhæft yfir sumartímann. Sumarvinnan ekki hluti af náminu Fjármálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu í gær að læknanemum hafi verið tryggð launahækkun upp á 3,5 prósent eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Breytingar hafi hins vegar verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem hafi valdið því að laun þeirra hafi hækkað umfram almennar launahækkanir. Laun læknanema eru reiknuð sem hlufall af lægstu mögulegu launum nýútskrifaðslæknis, sérnámsgrunnslæknis, og því hafi hlutfallinu verið breytt til að hækka ekki laun þeirra umfram aðra starfsmenn. Sjá einnig: Læknanemar fái víst launahækkun „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags læknanema, hefur ýmislegt um þennan málflutning ráðuneytisins að setja. Fyrir það fyrsta tekur hann fram að störf nema hjá heilbrigðisstofnunum landsins á sumrin séu ekki hluti af skipulögðu klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands. Um sé að ræða mikilvæg og ábyrgðarfull störf sem er undirstaða mönnunar yfir sumartímann. Hvetja ráðuneytið til að leiðrétta rangfærslurnar Hann segir breytingu launahlutfallsins ekki bara ósanngjarna heldur að hún byggi jafnframt á röngum forsendum. „Einnig er rangt meðfarið að laun læknanema séu til á launatöflu kjarasamnings LÍ og ríkisins. Laun þeirra hafa verið miðuð við ákveðna prósentu af lægstu mögulegu launum sem nýútskrifaður læknir getur fengið. Það er prósentuviðmiðið sem ríkið hefur einhliða lækkað í tvígang síðustu árin til að draga úr ávinningi læknanema af kjarasamningum sem læknar gerðu,“ segir Hjalti Dagur. „Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kynna sér þessi mál nánar og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum