Sport

Sjáðu úr­slitin ráðast í æsi­spennandi vítakeppni í Vest­manna­eyjum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
HK varð Orkumótsmeistari eftir vítaspyrnukeppni við Þrótt.
HK varð Orkumótsmeistari eftir vítaspyrnukeppni við Þrótt. Orkumótið

Sumarmótin halda göngu sinni áfram á Sýn Sport í kvöld þegar sýndur verður veglegur þáttur um Orkumótið sem fór fram í Vestmannaeyjum og réðist í æsispennandi vítaspyrnukeppni um síðustu helgi.

Orkumótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1984. Á mótinu keppir sjötti flokkur karla, eldra ár, og hafa margir af bestu knattspyrnumönnum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum.

Íþróttafréttakonan og Eyjamærin Svava Kristín Grétarsdóttir fylgdist grannt með mótinu og gerir því skil í þættinum sem sjá má á Sýn Sport klukkan 20 í kvöld. Þátturinn verður einnig aðgengilegur á Sýn+.

HK sigraði Þrótt frá Reykjavík í úrslitaleik um Orkumótstitilinn í ár en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra, þannig að HK hefndi fyrir tapið þegar Þróttur fagnaði titlinum.

Vítaspyrnukeppni þurfti til að skilja liðin að eins og sjá má í stiklu fyrir þátt kvöldsins hér að neðan.

Þátturinn verður sá fjórði í Sumarmótaröðinni hjá Sýn. Þættir um Lindex, TM og Norðurálsmótin má finna á streymisveitunni Sýn+.

Klippa: Stikla fyrir Orkumótið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×