Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 15:42 Netöryggissveitin mælir með því að fyrirtæki fólk í afleysingum og sumarstarfsfólk vita af hættunni af fyrirmælasvikum. Vísir/Getty Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/ Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/
Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira