Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 19:07 Jón Gestur Sveinbjörnsson íbúi í Fannborg í miðbæ Kópavogs hefur miklar áhyggjur af raski sem muni fylgja framkvæmdum en bæjaryfirvöld leggja áherslu á mikið samráð við íbúa. Vísir/Sigurjón Tímamót í uppbyggingu miðbæjarins í Kópavogi urðu í morgun þegar bæjarstjórn samþykkti samning við verktaka. Hamraborg mun gjörbreytast en fatlaður íbúi segir að hann verði svo gott sem heimilislaus á meðan framkvæmdum stendur og segir íbúð sína orðna verðlausa. Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“ Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“
Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent