Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. júlí 2025 21:47 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliksliðsins sem missti niður tveggja marka forystu í kvöld. Vísir / Hulda Margrét „Ég er alls ekki sáttur með stigið, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég við eigum ekki meira skilið því miður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir svekkjandi 2-2 jafntefli við Aftureldingu í leik þar sem Blikar komust í 0-2. Halldór var ekki með svör á reiðum höndum af hverju lið hans náði ekki fram þeirri frammistöðu sem þurfti til þess að vinna Mosfellinga. Fáum högg í andlitið í byrjun seinni „Þeir jafna leikinn bara eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Mér fannst meira spirit í okkur í seinni hálfleik og mér finnst fyrri hálfleikur ekki góður. Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar og 2-0 var kannski ekkert eðlileg staða. Ég hélt við myndum sleppa inn í hálfleik með 2-0 en svo fáum við bara högg í andlitið strax í byrjun seinni. Við tökum svo yfir þegar líður á og við fáum einhver hálffæri en það er bara ekki nóg.“ Aðspurður út í það orku-level sem Halldór segist hafa verið lítið í dag hjá liðinu, þá vildi hann meðal annars kenna því að stutt væri á milli leikja. Þess má þó geta að síðasti leikur Blika var síðasta föstudag. Frábær spurning „Það er bara frábær spurning. Það er eitthvað sem við þurfum bara að fara vel yfir. Stutt síðan við spiluðum síðast og maður er einhvern veginn að spara orku en æfa af krafti og kannski vorum við bara með þrjár of flatar æfingar, ég veit það ekki. Þetta var bara orkulítið og líka gæðalítið í fyrri hálfleik.“ Aðspurður hvort komandi Evrópuverkefni hefði áhrif, þá þvertók Halldór fyrir það. „Það ætla ég að rétt að vona ekki. Við höfum bara ekki nefnt þá ferð einu orði við strákanna síðan var dregið. Ég ætla bara rétt að vona það að fókusinn hafi verið á þennan leik. Bara mikið hrós á Aftureldingu, bara hjartað og baráttan hjá þeim í dag. Þvílík liðsheild og trú í þessu liði, en við þurfum að gera aðeins betur.“ Besta deild karla Breiðablik Afturelding Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Halldór var ekki með svör á reiðum höndum af hverju lið hans náði ekki fram þeirri frammistöðu sem þurfti til þess að vinna Mosfellinga. Fáum högg í andlitið í byrjun seinni „Þeir jafna leikinn bara eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Mér fannst meira spirit í okkur í seinni hálfleik og mér finnst fyrri hálfleikur ekki góður. Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar og 2-0 var kannski ekkert eðlileg staða. Ég hélt við myndum sleppa inn í hálfleik með 2-0 en svo fáum við bara högg í andlitið strax í byrjun seinni. Við tökum svo yfir þegar líður á og við fáum einhver hálffæri en það er bara ekki nóg.“ Aðspurður út í það orku-level sem Halldór segist hafa verið lítið í dag hjá liðinu, þá vildi hann meðal annars kenna því að stutt væri á milli leikja. Þess má þó geta að síðasti leikur Blika var síðasta föstudag. Frábær spurning „Það er bara frábær spurning. Það er eitthvað sem við þurfum bara að fara vel yfir. Stutt síðan við spiluðum síðast og maður er einhvern veginn að spara orku en æfa af krafti og kannski vorum við bara með þrjár of flatar æfingar, ég veit það ekki. Þetta var bara orkulítið og líka gæðalítið í fyrri hálfleik.“ Aðspurður hvort komandi Evrópuverkefni hefði áhrif, þá þvertók Halldór fyrir það. „Það ætla ég að rétt að vona ekki. Við höfum bara ekki nefnt þá ferð einu orði við strákanna síðan var dregið. Ég ætla bara rétt að vona það að fókusinn hafi verið á þennan leik. Bara mikið hrós á Aftureldingu, bara hjartað og baráttan hjá þeim í dag. Þvílík liðsheild og trú í þessu liði, en við þurfum að gera aðeins betur.“
Besta deild karla Breiðablik Afturelding Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira