„Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 13:01 Ása Hlín var að gefa úr barnabók og vinnur að tveimur öðrum. Aðsend Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima. Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima.
Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira