Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. júlí 2025 08:01 Maður hættir ekki að eignast nýja vini eftir fimmtugt segja Kápurnar; Sveinbjörg Sveinsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Hrefna Róbertsdóttir, Brynhildur Auðbjargardóttir og Hrund Apríl Guðmundsdóttir. Sem svo sannarlega hafa skemmtilega sögu að segja. Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. Pottþétt eldgamall vinahópur myndu einhverjir halda. Enda hópur sem er nýbúinn að gefa út bók saman; Orðabönd. „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir um bókaútgáfuna og hlær. Fólk hættir ekkert að eignast nýja vini eftir fimmtugt. Þótt það gerist ekki lengur á þann veg að þú eignist nýja vini þegar þú ferð á rólóvöllinn eða ert með einhverjum í bekk,“ segir Hrund Apríl Guðmundsdóttir um þá frábæru staðreynd að auðvitað sé hægt að kynnast æðislegum vinum á fullorðinsárum. „Þetta var Covid-gjöf,“ segir Sveinbjörg Sveinsdóttir einmitt um þennan magnaða vinskap sem varð svo óvænt til; Og skín svo fallega í gegnum allt samtalið. „Það er óhugsandi að ég hefði gefið út svona bók nema með þessum konum. Bókin var langt út fyrir sjóndeildarhringinn minn en þessi hópur er eins og fimm púsl sem passa saman,“ ,“ segir Hrefna Róbertsdóttir síðan nokkuð íbyggin um það afrek að út sé komin bók. „Ég myndi segja að ef sama hugsunin leitar á þig ítrekað, þá eigir þú að finna þér leið til að framkvæma. Til dæmis ef sú hugsun leitar ítrekað á þig að læra frönsku eða fara á dansnámskeið,“ segir Brynhildur Auðbjargardóttir um það að láta drauma sína rætast. Og Brynhildur bætir við: „Við eigum ekki að láta það stoppa okkur þó að það sem við viljum gera sé fyrir utan þægindarammann, frekar líta á það sem áskorun.“ Sem í raun er viðfangsefni dagsins; Að láta ekkert stoppa okkur í að láta draumana rætast. Láta slag standa og sjá hvað gerist! Að leyfa B-hliðinni okkar að blómstra getur verið leiðin til að láta ýmsa drauma rætast. Í tilviki Kápanna enduðu þær með að vera fimm ókunnugar konur sem gáfu saman út bók, eru orðnar bestu vinkonur og á leið til útlanda. Í útgáfuhófinu þeirra mættust 150-160 vinir og vandamenn til að hlýða á upplesturinn þeirra, en samtals skrifuðu þær 51 verk í bókina Orðabönd. Galdrakona og töfrar Í dag erum við ekki að fara að ritrýna nýútgefna bók. Sem við þurfum þó að ræða aðeins því sagan á bakvið bókina er svo mögnuð. Við skulum þó byrja á því að fara yfir nokkur praktísk atriði, áður en sagan sem slík hefst. Sem er saga með galdrakonu og töfrum. Nýlega gáfu fimm konur út bókina Orðabönd. Í bókinni eru 51 verk; Ljóð, örsögur og smásögur. Bókina er hægt að kaupa í gegnum Facebook-síðu Kápurnar, útgáfufélaginu sem vinkonurnar og nú skáldkonurnar Steinunn, Hrefna, Brynhildur, Sveinbjörg og Hrund standa að. Kvenréttindadagurinn 19. júní var engin tilviljun sem útgáfudagur, því að Orðabönd er bók sem er skrifuð og hönnuð af konum og það sem meira er; Upphaf bókarinnar má rekja til enn einnar konunnar; Galdrakonunni Vigdísi Grímsdóttur skáldi. Því já; Þannig lýsa fimmmenningarnir Vigdísi: Sem galdrakonu. „Hún bara pfúff,“ segir Steinunn og lýsir því með handapati hvernig Vigdís eins og stráði töfrunum yfir hópinn rétt undir lokin. Svona eins og „dash“ af einhverju hafi á óútskýranlegan hátt bæst við síðasta kaffibollann. „Hún er auðvitað sjúklegur töffari,“ segir Brynhildur og tiltekur að sem galdrakona sé hún í ofanálag svarthærð og töff. Fyrir utan það að vera í dýrlingatölu hjá hópnum sem skáld. Til að bæta enn í þetta galdrakonu-ívaf var námskeiðið haldið í hverfinu sem er kallað á milli lífs og dauða; Í húsnæði sem nefnist Tveir heimar. Námskeiðið átti að standa yfir í fimm vikur, þar sem hist var einu sinni í viku. Vigdís bætti síðan við einum tíma; Sjötta tíminn var haldinn aukalega. Í þeim tíma segir Vigdís; „Bara svo þið vitið þá gerist það stundum að hópar halda áfram að hittast eftir að námskeiðinu lýkur.“ Og síðan kom þetta umrædda pfúff; Þar sem töfrarnir frá galdrakonunni eins og svifu yfir hópinn og í kaffið. Og ævintýrið hófst. Við fáum að kynnast Kápunum betur í gegnum myndaalbúmin þeirra en í stuttu máli er hópurinn samsettur svona: Brynhildur er kórstjóri, Hrefna er þjóðskjalavörður, Steinunn er upplýsingafulltrúi, Sveinbjörg er verkfræðingur og Hrund Apríl er mannauðsstjóri. Olga Björt Þórðardóttir Allar á sama biðlistanum Höfundar bókarinnar Orðabönd eru þjóðskjalavörður, verkfræðingur, mannauðsstjóri, kórstjóri og upplýsingafulltrúi. Sem við hér eftir skulum kalla Kápurnar. Það sem Kápurnar ákváðu var að gefa sjálfri sér pláss; Skrá sig á námskeið hjá Vigdísi Grímsdóttur og láta ákveðinn draum rætast. „Ég hef skrifað mikið en ekkert verið í skáldskap,“ segir Hrefna, þjóðskjalavörður sem hefur bæði gefið út fræðigreinar, heimildaútgáfur og bækur: „Því skrifin sem ég hef verið í hafa meira verið tengd sagnfræði eða ritgerðarsmíði, ekki af því tagi sem skáldskapur er þannig að þegar ég rakst á auglýsingu um námskeið á vegum Vigdísar Grímsdóttur hugsaði ég strax með mér; Það hlýtur að vera skemmtilegt.“ Sveinbjörg, verkfræðingurinn í hópnum, kinkar kolli Hrefnu til samlætis og segir: „Þetta námskeið kveikti líka strax í mér. Ég hef lítið verið að skrifa og fannst textar mínir stirðbusalegir, mig langaði að bæta ritfærni mína, liðka þann hæfileika aðeins.“ Hjá kórstjóranum Brynhildi var þetta ekki eins út pælt: Ég sá bara þessa auglýsingu og hugsaði með mér; Geggjað, þetta er akkúrat eitthvað sem mér fyndist gaman.“ Það er svo gaman að kynnast fólki í gegnum myndir og í myndaalbúmi Steinunnar má sjá fullt af skemmtilega brosandi myndum úr vinnunni hennar hjá Landsnet og víðar. Fyrir áhrifa Covid, breyttist ýmislegt í aðdraganda námskeiðsins og svo fór að konurnar komust allar á námskeiðið. Og enduðu með að vera þar bara fimm! „Þetta er þegar Covid takmarkanir voru enn við lýði. Við þurftum að sitja með tveggja metra fjarlægð á milli, ekki að snerta neitt nema þrífa það á milli, til dæmis af kaffikönnupressunni þegar maður fékk sér kaffibolla og svo framvegis,“ segir Hrefna til upprifjunar á því ástandi sem var þegar þetta var; Og allur heimurinn er stundum búin að gleyma. Urðuð þið strax vinkonur á námskeiðinu? „Ha, nei, nei…,“ svara stöllurnar hálf hissa á spurningunni. Því vinskapurinn kom í rauninni ekki fyrr en síðar og í raun eftir að námskeiðinu lauk. „Eða á síðasta klukkutímanum á námskeiðinu,“ segir Steinunn, sem sjálf starfar sem upplýsingafulltrúi Landsnets. Því eftir þennan síðasta klukkutíma á námskeiðinu, stofnaði hópurinn Facebooksíðu og umræðuþráð og hélt áfram að hittast. „En þetta var hardcore vinna,“ segir Hrefna um fyrstu hittingana. Þar sem við vorum ekkert strax komnar á vinkonustallinn, heldur einbeittum okkur að því að skrifa og skila af okkur þeim verkefnum sem við settum okkur. Það sem kom hins vegar fljótt í ljós er að þetta eru brjálæðislega fyndnar konur og smátt og smátt þróaðist vinskapurinn því líka.“ Sem konurnar segja reyndar líka skýrast af skrifunum. „Við hlógum saman og grétum saman eða að minnsta kosti ég,“ segir Hrund, mannauðstjórinn í hópnum, sem viðurkennir að hún sé svo hrifnæm að hún sjái almennt um grátinn fyrir hópinn. En Hrund útskýrir líka: „Skrif eru mjög persónuleg og það að vera að vinna í svona skrifum saman er viss berskjöldun. Hópurinn var því að fara í gegnum mjög persónulega og magnaða reynslu saman.“ Ef einhverjir halda að verkfræðingar séu ekki ævintýragjarnir þá leiðréttist það hér með því í myndaalbúmi Sveinbjargar er að finna myndir frá Perú, Íran og Sameinuðu furstadæmunum svo eitthvað sé nefnt . En líka vinnutengda mynd frá ráðstefnu í Luxemburg (mynd Copyright © Brainplug). Á leið í útrás: Edinborg! Til að taka dæmi um það skemmtilega í spjallinu við Kápurnar má til dæmis nefna flugmiðakaupin og hótelbókanir til Edinborgar í haust. „Þar sem ætlunin er að lesa fyrir innfædda á pöbbum, í hótel anddyrum og víðar; svona „off venue,“ segir Sveinbjörg og útskýrir að strangt til tekið séu Kápurnar ekki á dagskrá bókahátíðarinnar. „En fyrst við vorum búnar að bóka okkur í ferð til Edinborgar var sjálfkrafa komin ákveðin tímapressa á að bókin yrði þá að vera komin út. Svona þegar sú hugmynd var síðan komin á laggirnar.“ „Já ég var reyndar ekki á þeim fundi,“ segir Brynhildur og hlær. „Það eru tvær í hópnum sem hafa verið sérstakir drifkraftar að bókaútgáfunni og talað fyrir því að við getum allt. Sjálf var ég alltaf meira á bremsunni með þetta en fyrst ég var ekki á fundinum þar sem það var ákveðið að gefa út bókina, vildi ég ekki vera dragbítur fyrir hópinn og skellti mér því bara líka í þetta.“ Skrifin fóru fram víða. Til dæmis hafa Kápurnar aðgang að aðstöðu hjá Rithöfundasambandi Íslands því í því félagi eru bæði Hrefna og Steinunn. Brynhildur sá síðan til þess að hópurinn dvaldi helgi saman í sumarbústað í Stykkishólmi. „En við verðum eiginlega að skýra það út að ýmislegt annað gerðist líka áður en hugmyndin að bókinni varð,“ segir Steinunn allt í einu og útskýrir nánar. „Við tókum þátt í alls konar keppnum. Til dæmis ljóðasamkeppni Jóns úr Vör þar sem við vorum svo spenntar að ljósrita allt og senda inn myndir af umslögunum okkar og alls konar. Sáum fyrir okkur að vinna. Sem við gerðum ekki. En héldum áfram að taka þátt í keppnum og á endanum fengu tvær í hópnum viðurkenningu. Sem var mikil hvatning.“ En aftur að bókahátíðinni í Edinborg; Hvað eruð þið að sjá fyrir ykkur? Við ætlum bara að mæta á einhverja pöbba þar sem það eru örugglega einhverjir fullir írskir karlar að sumbli. Og þar ætlum við einfaldlega að vera með upplestur á íslensku,“ segir Sveinbjörg og nú tístir í hópnum af tilhlökkun. Það er einhvern veginn smá akademískur blær yfir myndunum hennar Hrefnu, enda hámenntaður doktor í sagnfræði og mikill reynslubolti í skrifum fræðirita, heimildarútgáfur og sagnfræðibóka. Orðabönd voru samt hennar frumraun í skapandi skrifum. Ding, ding, ding fram á nótt Þótt konurnar hafi ekkert vitað um hvor aðra fyrir námskeiðið góða 2020, kom fljótt í ljós að lærdómurinn og gjafirnar voru ótrúlega margar. „Á námskeiðinu voru væntingarnar helst þær að prófa að gera eitthvað sem væri út fyrir kassann. Því fram að námskeiði byggðist minn ritferill á bréfaskriftum því ég hef skrifað heilu tonnin af bréfum,“ segir Hrund og bætir við: „Það sem kom hins vegar í ljós þegar við vorum að vinna að skrifunum svona saman að við bætum hvor aðra svo vel upp. Þar sem ein er kannski fjársjóður í að kunna þetta, önnur eitthvað annað og svo framvegis.“ Og það er ljóst að hópnum finnst samveran og verkefnin gríðarlega skemmtileg. „Umræðuþráðurinn okkar á Messenger er rosalega virkur. Það getur verið að heyrast ding, ding, ding langt fram á nótt stundum,“ segja Kápurnar og hlæja. Af talinu er líka ljóst að Kápunum finnst ekkert sjálfgefið hversu vel hefur tekist til; Ekki aðeins með bókaútgáfuna heldur einnig með vinskapinn sem varð. Því þótt Vigdís hafi sagt að oft tækju hópar ákvarðanir um að hittast aftur þegar námskeiði lýkur, þá getur maður líka sagt: Hver þekkir ekki svoleiðis ákvarðanir? Þar sem allir eru á því að hittast en síðan verður ekki neitt úr neinu,“ segir Steinunn. Í albúmi Brynhildar kemur allt í einu í ljós hestakona en sjálf var Brynhildur ekkert að pæla of mikið í námskeiðinu hjá Vigdísi Grímsdóttur; Fannst þetta bara líta geggjað spennandi út og ákvað að skella sér! Kápurnar hittast að meðaltali mánaðarlega og segir Steinunn að í raun snúist Kápurnar um þá ákvörðun hópsins að leyfa B-hliðinni sinni að blómstra. „Sem á vel við því þið munið hvernig þetta var með plöturnar í gamla daga. Þar sem aðalsmellirnir voru oftast staðsettir á A-hlið en á endanum voru það lög á B-hliðinni sem lifðu hvað lengst,“ segir hún. Hrefna segir þann feril að gefa út bók geta tekið tíma. Í þeirra tilfelli hafi þetta verið um þriggja ára ferli; „Þar sem fyrstu þrjú árin fóru í að gera æfingar og láta sér detta eitthvað í hug til að skrifa um. Stundum lásum við líka bækur og ræddum það síðan en síðan á endanum virtist þetta allt saman púslast saman í eitt stórt púsl sem passaði svo vel saman.“ Kápurnar segja líka alla geta skrifað og að enginn eigi að láta segja sér að hann eða hún geti það ekki. „Þú byrjar á því að setja niður á blað einn staf, sem á endanum myndar línu sem síðan á endanum myndar sögu. Orð, sögur eru alltaf smekksatriði en láttu engan segja þér hvað þú getur ekki skrifað. Þetta snýst um það hugrekki að gera frekar það sem okkur langar til,“ segir Steinunn. „Mér hefur einfaldlega fundist þetta vera svakalegt ævintýri. Ég hafði til dæmis engar væntingar til þess að úr yrði bók en einhvern veginn vatt þetta ævintýri upp á sig sem segir manni að við vitum aldrei fyrirfram hvað getur gerst,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Maður þarf að gefa hlutunum séns og halda sjálfsgagnrýni í lágmarki að minnsta kosti í upphafi. Skrifin reyna líka á úthaldið, það þýðir ekkert að gefast upp þótt hægt gangi..“ „Fyrir mér snýst þetta svolítið um að ef fólk vill láta draumana rætast, þá þarf það að staldra aðeins við og hlusta inn á við. Vera ekki hrædd um að gera okkur að fífli þótt við förum út fyrir þægindarrammann. Þótt því fylgi berskjöldun,“ segir Hrund. Sjáið þið fyrir ykkur að gefa út fleiri bækur? Og nú hlær hópurinn. „Hrefna, vilt þú ekki segja þessa sögu?“ segja fjórar þeirra. Og Hrefna segir: „Þannig er mál með vexti að fyrir Orðabönd sóttum við um ISBN númer hjá Landsbókasafninu en ISBN er alþjóðlegt auðkennisnúmer fyrir bækur og bókatengda útgáfu. Þetta númer fengum við fljótt og vel en með númerinu fengum við heimild til að gefa út tíu bækur. Eftir Orðabönd eigum við því númer fyrir níu aðrar útgáfur…“ Og aftur hlær hópurinn. Hrund Apríl er nú ekkert að spandera í of margar myndir af sjálfri sér, tilfinningabúntið í hópnum sem fékk meira að segja ,,bing" í hjartað við þetta viðtal. Hrund Apríl á heiðurinn af því að hafa stofnað Kápuhópinn á Facebook og enn heyrist bara ding, ding, ding langt fram eftir nóttu. Ótrúlegt en dagsatt Kápurnar segja upphaflega að hugmyndin um að gefa út bók hafi byrjað sem spaug. „Reyndar byrjuðum við á því að spauga um bókaútgáfu vegna þess að við vorum að sjá fyrir okkur útgáfuhófið að bókinni. Síðan varð bókin að veruleika og þá héldum við áfram að sjá fyrir okkur útgáfuhófið,“ segir Brynhildur og hópurinn hlær. Útgáfuhófið varð á endanum hið veglegasta; Um 150-160 vinir og vandamenn mætti til að hlýða á Kápurnar lesa úr sínum verkum. „Ég fékk svona fiðrildi í magann eins og ég væri að fara í próf,“ segir Brynhildur og Steinunn bætir við: „Þetta var samt alveg magnað; Samkenndin í andrúmsloftinu hjá 150-160 manns sem þekktust ekki áður.“ Snýst lífið ekki um að hafa gaman? Söguþráður er svo miklu skemmtilegri ef upplesturinn er í fallegum skóm segja Kápurnar, sem nú eru á leið til Edinborgar þar sem þær ætla að standa fyrir sinni eigin utandagskráar-viðburðum á bókahátíð og lesa upp á íslensku fyrir gesti og gangandi á pöbbum, hótelum og víðar. En aðeins í lokin um bókina sjálfa, þá er nokkuð skemmtileg útfærsla á því hvernig verkin eru birt í bókinni. Því ritstjóranum Guðrúnu Steinþórsdóttur tókst að setja verkin saman í eina heild eins, eins og í skrifunum væri rauður þráður sem á endanum býr til eina sögu. „Þetta er ótrúlega falleg framsetning, því þótt við séum ólíkir persónuleikar og ólíkir pennar kom í ljós að orðin okkar klæðast hvort öðru svo undur vel,“ segir Steinunn. Sem er nokkuð merkilegt því leyfum okkur aðeins að renna yfir smá bakgrunnsupplýsingar um hverja og eina Kápu; Og sjá enn betur hversu ólíkur hópurinn er í raun: Brynhildur Auðbjargardóttir (f. 1964) er fædd í Hafnarfirði þar sem hún sleit barnsskónum. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1989. Hún bjó og starfaði í Noregi á árunum 1995-2003 þar sem hún stundaði meðal annars nám við Tónlistarháskóla Noregs þaðan sem hún lauk hrefnaprófi í söngkennslufræðum annars vegar og námi í stjórnskipulagi menningarstofnana og viðburðarstjórnum árið 2001. Stærsta hluta starfsævinnar hefur Brynhildur unnið sem tónmenntakennari og kórstjóri, bæði í Hafnarfirði og Noregi. Hún starfar nú í Öldutúnsskóla í þar sem hún stjórnar tveimur kórum og kennir tónmennt. Einnig stjórnar hún tveimur barna- og unglingakórum í Hafnarfjarðarkirkju. Hrefna Róbertsdóttir (f. 1961) er sagnfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og tók síðar doktorspróf frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún starfaði lengi við minjasöfn, en síðustu 18 ár við Þjóðskjalasafn Íslands og gegnir nú starfi þjóðskjalavarðar. Hún lagði fyrir sig stundakennslu í sagnfræði á þriðja áratug samhliða öðrum störfum. Hrefna var forseti Sögufélags 2015-2025. Hún hefur áður gefið út fræðigreinar, heimildaútgáfur og bækur á sviði sagnfræði. Þátttaka hennar í ritinu Orðabönd er frumraun hennar í skapandi skrifum. Hrund Apríl Guðmundsdóttir (f. 1969) er með menntun í uppeldisfræði frá Holstebro Pædagogseminarium og B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún lauk einnig MS-námi og diplómu í jákvæðri sálfræði frá sama skóla. Þá er hún vottuð stjórnendamarkþjálfi frá Manning Institute í Danmörku. Hrund Apríl hefur víðtæka starfsreynslu, meðal annars sem skólastjórnandi, kennari og ráðgjafi í samskipta- og mannauðsmálum. Hún hefur einnig starfað að fræðslumálum á ýmsum vettvangi. Hún var formaður Félags um jákvæða sálfræði og hefur skrifað greinar um jákvæða sálfræði. Steinunn Þorsteinsdóttir (f. 1968) er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem safnvörður, upplýsinga- og kynningarfulltrúi, blaðamaður og starfar nú sem upplýsingafulltrúi hjá Landsneti. Steinunn hefur skrifað sagnfræðirit, viðtalsbækur, örsögur og leikverk sem sett hafa verið upp af áhugaleikhúsum og er í dag félagi í Leikfélagi Kópavogs, Leikskáldafélaginu Smjörkúpan og í félagi Leikskálda og handritshöfunda á Íslandi. Sveinbjörg Sveinsdóttir (f. 1966) er menntuð sem verkfræðingur frá Háskóla Íslands og Technische Hochschule Darmstadt í Þýskalandi. Hún er einnig vottaður verkefnastjóri og hefur lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu. Sveinbjörg hefur starfað bæði hérlendis og erlendis við hugbúnaðargerð og stjórnun og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna hf. Framsetning bókarinnar er líka skemmtileg því lesendur vita í raun ekki hver samdi hvaða verk nema að fletta því upp aftast í bókinni. Eða að giska, miðað við lýsingarnar hér að ofan! Aftast í bókinni er líka að finna nokkur falleg orð um bókina frá engri annarri en galdrakonunni og skáldinu sjálfu; Vigdísi Grímsdóttur. Sem auðvitað lýsir lestrinum á ævintýralega fallegan hátt og eins sönnu og almennt gildir um góðar galdrasögur: „Eftir lesturinn gengur maður í fjöru, hugleiðir óvænt formið og spennuna í tungumálinu, sér þá skyndilega glitta í eitthvað milli steina og kemur auga á perlu í opinni skel – og alveg eins og í ævintýri – starir maður í perluna og sér að inní henni, með örfínu letri, stendur Orðabönd. Ótrúlegt en alveg dagsatt.“ 50+ Tengdar fréttir Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00 Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ 50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ Sjá meira
Pottþétt eldgamall vinahópur myndu einhverjir halda. Enda hópur sem er nýbúinn að gefa út bók saman; Orðabönd. „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir um bókaútgáfuna og hlær. Fólk hættir ekkert að eignast nýja vini eftir fimmtugt. Þótt það gerist ekki lengur á þann veg að þú eignist nýja vini þegar þú ferð á rólóvöllinn eða ert með einhverjum í bekk,“ segir Hrund Apríl Guðmundsdóttir um þá frábæru staðreynd að auðvitað sé hægt að kynnast æðislegum vinum á fullorðinsárum. „Þetta var Covid-gjöf,“ segir Sveinbjörg Sveinsdóttir einmitt um þennan magnaða vinskap sem varð svo óvænt til; Og skín svo fallega í gegnum allt samtalið. „Það er óhugsandi að ég hefði gefið út svona bók nema með þessum konum. Bókin var langt út fyrir sjóndeildarhringinn minn en þessi hópur er eins og fimm púsl sem passa saman,“ ,“ segir Hrefna Róbertsdóttir síðan nokkuð íbyggin um það afrek að út sé komin bók. „Ég myndi segja að ef sama hugsunin leitar á þig ítrekað, þá eigir þú að finna þér leið til að framkvæma. Til dæmis ef sú hugsun leitar ítrekað á þig að læra frönsku eða fara á dansnámskeið,“ segir Brynhildur Auðbjargardóttir um það að láta drauma sína rætast. Og Brynhildur bætir við: „Við eigum ekki að láta það stoppa okkur þó að það sem við viljum gera sé fyrir utan þægindarammann, frekar líta á það sem áskorun.“ Sem í raun er viðfangsefni dagsins; Að láta ekkert stoppa okkur í að láta draumana rætast. Láta slag standa og sjá hvað gerist! Að leyfa B-hliðinni okkar að blómstra getur verið leiðin til að láta ýmsa drauma rætast. Í tilviki Kápanna enduðu þær með að vera fimm ókunnugar konur sem gáfu saman út bók, eru orðnar bestu vinkonur og á leið til útlanda. Í útgáfuhófinu þeirra mættust 150-160 vinir og vandamenn til að hlýða á upplesturinn þeirra, en samtals skrifuðu þær 51 verk í bókina Orðabönd. Galdrakona og töfrar Í dag erum við ekki að fara að ritrýna nýútgefna bók. Sem við þurfum þó að ræða aðeins því sagan á bakvið bókina er svo mögnuð. Við skulum þó byrja á því að fara yfir nokkur praktísk atriði, áður en sagan sem slík hefst. Sem er saga með galdrakonu og töfrum. Nýlega gáfu fimm konur út bókina Orðabönd. Í bókinni eru 51 verk; Ljóð, örsögur og smásögur. Bókina er hægt að kaupa í gegnum Facebook-síðu Kápurnar, útgáfufélaginu sem vinkonurnar og nú skáldkonurnar Steinunn, Hrefna, Brynhildur, Sveinbjörg og Hrund standa að. Kvenréttindadagurinn 19. júní var engin tilviljun sem útgáfudagur, því að Orðabönd er bók sem er skrifuð og hönnuð af konum og það sem meira er; Upphaf bókarinnar má rekja til enn einnar konunnar; Galdrakonunni Vigdísi Grímsdóttur skáldi. Því já; Þannig lýsa fimmmenningarnir Vigdísi: Sem galdrakonu. „Hún bara pfúff,“ segir Steinunn og lýsir því með handapati hvernig Vigdís eins og stráði töfrunum yfir hópinn rétt undir lokin. Svona eins og „dash“ af einhverju hafi á óútskýranlegan hátt bæst við síðasta kaffibollann. „Hún er auðvitað sjúklegur töffari,“ segir Brynhildur og tiltekur að sem galdrakona sé hún í ofanálag svarthærð og töff. Fyrir utan það að vera í dýrlingatölu hjá hópnum sem skáld. Til að bæta enn í þetta galdrakonu-ívaf var námskeiðið haldið í hverfinu sem er kallað á milli lífs og dauða; Í húsnæði sem nefnist Tveir heimar. Námskeiðið átti að standa yfir í fimm vikur, þar sem hist var einu sinni í viku. Vigdís bætti síðan við einum tíma; Sjötta tíminn var haldinn aukalega. Í þeim tíma segir Vigdís; „Bara svo þið vitið þá gerist það stundum að hópar halda áfram að hittast eftir að námskeiðinu lýkur.“ Og síðan kom þetta umrædda pfúff; Þar sem töfrarnir frá galdrakonunni eins og svifu yfir hópinn og í kaffið. Og ævintýrið hófst. Við fáum að kynnast Kápunum betur í gegnum myndaalbúmin þeirra en í stuttu máli er hópurinn samsettur svona: Brynhildur er kórstjóri, Hrefna er þjóðskjalavörður, Steinunn er upplýsingafulltrúi, Sveinbjörg er verkfræðingur og Hrund Apríl er mannauðsstjóri. Olga Björt Þórðardóttir Allar á sama biðlistanum Höfundar bókarinnar Orðabönd eru þjóðskjalavörður, verkfræðingur, mannauðsstjóri, kórstjóri og upplýsingafulltrúi. Sem við hér eftir skulum kalla Kápurnar. Það sem Kápurnar ákváðu var að gefa sjálfri sér pláss; Skrá sig á námskeið hjá Vigdísi Grímsdóttur og láta ákveðinn draum rætast. „Ég hef skrifað mikið en ekkert verið í skáldskap,“ segir Hrefna, þjóðskjalavörður sem hefur bæði gefið út fræðigreinar, heimildaútgáfur og bækur: „Því skrifin sem ég hef verið í hafa meira verið tengd sagnfræði eða ritgerðarsmíði, ekki af því tagi sem skáldskapur er þannig að þegar ég rakst á auglýsingu um námskeið á vegum Vigdísar Grímsdóttur hugsaði ég strax með mér; Það hlýtur að vera skemmtilegt.“ Sveinbjörg, verkfræðingurinn í hópnum, kinkar kolli Hrefnu til samlætis og segir: „Þetta námskeið kveikti líka strax í mér. Ég hef lítið verið að skrifa og fannst textar mínir stirðbusalegir, mig langaði að bæta ritfærni mína, liðka þann hæfileika aðeins.“ Hjá kórstjóranum Brynhildi var þetta ekki eins út pælt: Ég sá bara þessa auglýsingu og hugsaði með mér; Geggjað, þetta er akkúrat eitthvað sem mér fyndist gaman.“ Það er svo gaman að kynnast fólki í gegnum myndir og í myndaalbúmi Steinunnar má sjá fullt af skemmtilega brosandi myndum úr vinnunni hennar hjá Landsnet og víðar. Fyrir áhrifa Covid, breyttist ýmislegt í aðdraganda námskeiðsins og svo fór að konurnar komust allar á námskeiðið. Og enduðu með að vera þar bara fimm! „Þetta er þegar Covid takmarkanir voru enn við lýði. Við þurftum að sitja með tveggja metra fjarlægð á milli, ekki að snerta neitt nema þrífa það á milli, til dæmis af kaffikönnupressunni þegar maður fékk sér kaffibolla og svo framvegis,“ segir Hrefna til upprifjunar á því ástandi sem var þegar þetta var; Og allur heimurinn er stundum búin að gleyma. Urðuð þið strax vinkonur á námskeiðinu? „Ha, nei, nei…,“ svara stöllurnar hálf hissa á spurningunni. Því vinskapurinn kom í rauninni ekki fyrr en síðar og í raun eftir að námskeiðinu lauk. „Eða á síðasta klukkutímanum á námskeiðinu,“ segir Steinunn, sem sjálf starfar sem upplýsingafulltrúi Landsnets. Því eftir þennan síðasta klukkutíma á námskeiðinu, stofnaði hópurinn Facebooksíðu og umræðuþráð og hélt áfram að hittast. „En þetta var hardcore vinna,“ segir Hrefna um fyrstu hittingana. Þar sem við vorum ekkert strax komnar á vinkonustallinn, heldur einbeittum okkur að því að skrifa og skila af okkur þeim verkefnum sem við settum okkur. Það sem kom hins vegar fljótt í ljós er að þetta eru brjálæðislega fyndnar konur og smátt og smátt þróaðist vinskapurinn því líka.“ Sem konurnar segja reyndar líka skýrast af skrifunum. „Við hlógum saman og grétum saman eða að minnsta kosti ég,“ segir Hrund, mannauðstjórinn í hópnum, sem viðurkennir að hún sé svo hrifnæm að hún sjái almennt um grátinn fyrir hópinn. En Hrund útskýrir líka: „Skrif eru mjög persónuleg og það að vera að vinna í svona skrifum saman er viss berskjöldun. Hópurinn var því að fara í gegnum mjög persónulega og magnaða reynslu saman.“ Ef einhverjir halda að verkfræðingar séu ekki ævintýragjarnir þá leiðréttist það hér með því í myndaalbúmi Sveinbjargar er að finna myndir frá Perú, Íran og Sameinuðu furstadæmunum svo eitthvað sé nefnt . En líka vinnutengda mynd frá ráðstefnu í Luxemburg (mynd Copyright © Brainplug). Á leið í útrás: Edinborg! Til að taka dæmi um það skemmtilega í spjallinu við Kápurnar má til dæmis nefna flugmiðakaupin og hótelbókanir til Edinborgar í haust. „Þar sem ætlunin er að lesa fyrir innfædda á pöbbum, í hótel anddyrum og víðar; svona „off venue,“ segir Sveinbjörg og útskýrir að strangt til tekið séu Kápurnar ekki á dagskrá bókahátíðarinnar. „En fyrst við vorum búnar að bóka okkur í ferð til Edinborgar var sjálfkrafa komin ákveðin tímapressa á að bókin yrði þá að vera komin út. Svona þegar sú hugmynd var síðan komin á laggirnar.“ „Já ég var reyndar ekki á þeim fundi,“ segir Brynhildur og hlær. „Það eru tvær í hópnum sem hafa verið sérstakir drifkraftar að bókaútgáfunni og talað fyrir því að við getum allt. Sjálf var ég alltaf meira á bremsunni með þetta en fyrst ég var ekki á fundinum þar sem það var ákveðið að gefa út bókina, vildi ég ekki vera dragbítur fyrir hópinn og skellti mér því bara líka í þetta.“ Skrifin fóru fram víða. Til dæmis hafa Kápurnar aðgang að aðstöðu hjá Rithöfundasambandi Íslands því í því félagi eru bæði Hrefna og Steinunn. Brynhildur sá síðan til þess að hópurinn dvaldi helgi saman í sumarbústað í Stykkishólmi. „En við verðum eiginlega að skýra það út að ýmislegt annað gerðist líka áður en hugmyndin að bókinni varð,“ segir Steinunn allt í einu og útskýrir nánar. „Við tókum þátt í alls konar keppnum. Til dæmis ljóðasamkeppni Jóns úr Vör þar sem við vorum svo spenntar að ljósrita allt og senda inn myndir af umslögunum okkar og alls konar. Sáum fyrir okkur að vinna. Sem við gerðum ekki. En héldum áfram að taka þátt í keppnum og á endanum fengu tvær í hópnum viðurkenningu. Sem var mikil hvatning.“ En aftur að bókahátíðinni í Edinborg; Hvað eruð þið að sjá fyrir ykkur? Við ætlum bara að mæta á einhverja pöbba þar sem það eru örugglega einhverjir fullir írskir karlar að sumbli. Og þar ætlum við einfaldlega að vera með upplestur á íslensku,“ segir Sveinbjörg og nú tístir í hópnum af tilhlökkun. Það er einhvern veginn smá akademískur blær yfir myndunum hennar Hrefnu, enda hámenntaður doktor í sagnfræði og mikill reynslubolti í skrifum fræðirita, heimildarútgáfur og sagnfræðibóka. Orðabönd voru samt hennar frumraun í skapandi skrifum. Ding, ding, ding fram á nótt Þótt konurnar hafi ekkert vitað um hvor aðra fyrir námskeiðið góða 2020, kom fljótt í ljós að lærdómurinn og gjafirnar voru ótrúlega margar. „Á námskeiðinu voru væntingarnar helst þær að prófa að gera eitthvað sem væri út fyrir kassann. Því fram að námskeiði byggðist minn ritferill á bréfaskriftum því ég hef skrifað heilu tonnin af bréfum,“ segir Hrund og bætir við: „Það sem kom hins vegar í ljós þegar við vorum að vinna að skrifunum svona saman að við bætum hvor aðra svo vel upp. Þar sem ein er kannski fjársjóður í að kunna þetta, önnur eitthvað annað og svo framvegis.“ Og það er ljóst að hópnum finnst samveran og verkefnin gríðarlega skemmtileg. „Umræðuþráðurinn okkar á Messenger er rosalega virkur. Það getur verið að heyrast ding, ding, ding langt fram á nótt stundum,“ segja Kápurnar og hlæja. Af talinu er líka ljóst að Kápunum finnst ekkert sjálfgefið hversu vel hefur tekist til; Ekki aðeins með bókaútgáfuna heldur einnig með vinskapinn sem varð. Því þótt Vigdís hafi sagt að oft tækju hópar ákvarðanir um að hittast aftur þegar námskeiði lýkur, þá getur maður líka sagt: Hver þekkir ekki svoleiðis ákvarðanir? Þar sem allir eru á því að hittast en síðan verður ekki neitt úr neinu,“ segir Steinunn. Í albúmi Brynhildar kemur allt í einu í ljós hestakona en sjálf var Brynhildur ekkert að pæla of mikið í námskeiðinu hjá Vigdísi Grímsdóttur; Fannst þetta bara líta geggjað spennandi út og ákvað að skella sér! Kápurnar hittast að meðaltali mánaðarlega og segir Steinunn að í raun snúist Kápurnar um þá ákvörðun hópsins að leyfa B-hliðinni sinni að blómstra. „Sem á vel við því þið munið hvernig þetta var með plöturnar í gamla daga. Þar sem aðalsmellirnir voru oftast staðsettir á A-hlið en á endanum voru það lög á B-hliðinni sem lifðu hvað lengst,“ segir hún. Hrefna segir þann feril að gefa út bók geta tekið tíma. Í þeirra tilfelli hafi þetta verið um þriggja ára ferli; „Þar sem fyrstu þrjú árin fóru í að gera æfingar og láta sér detta eitthvað í hug til að skrifa um. Stundum lásum við líka bækur og ræddum það síðan en síðan á endanum virtist þetta allt saman púslast saman í eitt stórt púsl sem passaði svo vel saman.“ Kápurnar segja líka alla geta skrifað og að enginn eigi að láta segja sér að hann eða hún geti það ekki. „Þú byrjar á því að setja niður á blað einn staf, sem á endanum myndar línu sem síðan á endanum myndar sögu. Orð, sögur eru alltaf smekksatriði en láttu engan segja þér hvað þú getur ekki skrifað. Þetta snýst um það hugrekki að gera frekar það sem okkur langar til,“ segir Steinunn. „Mér hefur einfaldlega fundist þetta vera svakalegt ævintýri. Ég hafði til dæmis engar væntingar til þess að úr yrði bók en einhvern veginn vatt þetta ævintýri upp á sig sem segir manni að við vitum aldrei fyrirfram hvað getur gerst,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Maður þarf að gefa hlutunum séns og halda sjálfsgagnrýni í lágmarki að minnsta kosti í upphafi. Skrifin reyna líka á úthaldið, það þýðir ekkert að gefast upp þótt hægt gangi..“ „Fyrir mér snýst þetta svolítið um að ef fólk vill láta draumana rætast, þá þarf það að staldra aðeins við og hlusta inn á við. Vera ekki hrædd um að gera okkur að fífli þótt við förum út fyrir þægindarrammann. Þótt því fylgi berskjöldun,“ segir Hrund. Sjáið þið fyrir ykkur að gefa út fleiri bækur? Og nú hlær hópurinn. „Hrefna, vilt þú ekki segja þessa sögu?“ segja fjórar þeirra. Og Hrefna segir: „Þannig er mál með vexti að fyrir Orðabönd sóttum við um ISBN númer hjá Landsbókasafninu en ISBN er alþjóðlegt auðkennisnúmer fyrir bækur og bókatengda útgáfu. Þetta númer fengum við fljótt og vel en með númerinu fengum við heimild til að gefa út tíu bækur. Eftir Orðabönd eigum við því númer fyrir níu aðrar útgáfur…“ Og aftur hlær hópurinn. Hrund Apríl er nú ekkert að spandera í of margar myndir af sjálfri sér, tilfinningabúntið í hópnum sem fékk meira að segja ,,bing" í hjartað við þetta viðtal. Hrund Apríl á heiðurinn af því að hafa stofnað Kápuhópinn á Facebook og enn heyrist bara ding, ding, ding langt fram eftir nóttu. Ótrúlegt en dagsatt Kápurnar segja upphaflega að hugmyndin um að gefa út bók hafi byrjað sem spaug. „Reyndar byrjuðum við á því að spauga um bókaútgáfu vegna þess að við vorum að sjá fyrir okkur útgáfuhófið að bókinni. Síðan varð bókin að veruleika og þá héldum við áfram að sjá fyrir okkur útgáfuhófið,“ segir Brynhildur og hópurinn hlær. Útgáfuhófið varð á endanum hið veglegasta; Um 150-160 vinir og vandamenn mætti til að hlýða á Kápurnar lesa úr sínum verkum. „Ég fékk svona fiðrildi í magann eins og ég væri að fara í próf,“ segir Brynhildur og Steinunn bætir við: „Þetta var samt alveg magnað; Samkenndin í andrúmsloftinu hjá 150-160 manns sem þekktust ekki áður.“ Snýst lífið ekki um að hafa gaman? Söguþráður er svo miklu skemmtilegri ef upplesturinn er í fallegum skóm segja Kápurnar, sem nú eru á leið til Edinborgar þar sem þær ætla að standa fyrir sinni eigin utandagskráar-viðburðum á bókahátíð og lesa upp á íslensku fyrir gesti og gangandi á pöbbum, hótelum og víðar. En aðeins í lokin um bókina sjálfa, þá er nokkuð skemmtileg útfærsla á því hvernig verkin eru birt í bókinni. Því ritstjóranum Guðrúnu Steinþórsdóttur tókst að setja verkin saman í eina heild eins, eins og í skrifunum væri rauður þráður sem á endanum býr til eina sögu. „Þetta er ótrúlega falleg framsetning, því þótt við séum ólíkir persónuleikar og ólíkir pennar kom í ljós að orðin okkar klæðast hvort öðru svo undur vel,“ segir Steinunn. Sem er nokkuð merkilegt því leyfum okkur aðeins að renna yfir smá bakgrunnsupplýsingar um hverja og eina Kápu; Og sjá enn betur hversu ólíkur hópurinn er í raun: Brynhildur Auðbjargardóttir (f. 1964) er fædd í Hafnarfirði þar sem hún sleit barnsskónum. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1989. Hún bjó og starfaði í Noregi á árunum 1995-2003 þar sem hún stundaði meðal annars nám við Tónlistarháskóla Noregs þaðan sem hún lauk hrefnaprófi í söngkennslufræðum annars vegar og námi í stjórnskipulagi menningarstofnana og viðburðarstjórnum árið 2001. Stærsta hluta starfsævinnar hefur Brynhildur unnið sem tónmenntakennari og kórstjóri, bæði í Hafnarfirði og Noregi. Hún starfar nú í Öldutúnsskóla í þar sem hún stjórnar tveimur kórum og kennir tónmennt. Einnig stjórnar hún tveimur barna- og unglingakórum í Hafnarfjarðarkirkju. Hrefna Róbertsdóttir (f. 1961) er sagnfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og tók síðar doktorspróf frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún starfaði lengi við minjasöfn, en síðustu 18 ár við Þjóðskjalasafn Íslands og gegnir nú starfi þjóðskjalavarðar. Hún lagði fyrir sig stundakennslu í sagnfræði á þriðja áratug samhliða öðrum störfum. Hrefna var forseti Sögufélags 2015-2025. Hún hefur áður gefið út fræðigreinar, heimildaútgáfur og bækur á sviði sagnfræði. Þátttaka hennar í ritinu Orðabönd er frumraun hennar í skapandi skrifum. Hrund Apríl Guðmundsdóttir (f. 1969) er með menntun í uppeldisfræði frá Holstebro Pædagogseminarium og B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún lauk einnig MS-námi og diplómu í jákvæðri sálfræði frá sama skóla. Þá er hún vottuð stjórnendamarkþjálfi frá Manning Institute í Danmörku. Hrund Apríl hefur víðtæka starfsreynslu, meðal annars sem skólastjórnandi, kennari og ráðgjafi í samskipta- og mannauðsmálum. Hún hefur einnig starfað að fræðslumálum á ýmsum vettvangi. Hún var formaður Félags um jákvæða sálfræði og hefur skrifað greinar um jákvæða sálfræði. Steinunn Þorsteinsdóttir (f. 1968) er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem safnvörður, upplýsinga- og kynningarfulltrúi, blaðamaður og starfar nú sem upplýsingafulltrúi hjá Landsneti. Steinunn hefur skrifað sagnfræðirit, viðtalsbækur, örsögur og leikverk sem sett hafa verið upp af áhugaleikhúsum og er í dag félagi í Leikfélagi Kópavogs, Leikskáldafélaginu Smjörkúpan og í félagi Leikskálda og handritshöfunda á Íslandi. Sveinbjörg Sveinsdóttir (f. 1966) er menntuð sem verkfræðingur frá Háskóla Íslands og Technische Hochschule Darmstadt í Þýskalandi. Hún er einnig vottaður verkefnastjóri og hefur lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu. Sveinbjörg hefur starfað bæði hérlendis og erlendis við hugbúnaðargerð og stjórnun og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna hf. Framsetning bókarinnar er líka skemmtileg því lesendur vita í raun ekki hver samdi hvaða verk nema að fletta því upp aftast í bókinni. Eða að giska, miðað við lýsingarnar hér að ofan! Aftast í bókinni er líka að finna nokkur falleg orð um bókina frá engri annarri en galdrakonunni og skáldinu sjálfu; Vigdísi Grímsdóttur. Sem auðvitað lýsir lestrinum á ævintýralega fallegan hátt og eins sönnu og almennt gildir um góðar galdrasögur: „Eftir lesturinn gengur maður í fjöru, hugleiðir óvænt formið og spennuna í tungumálinu, sér þá skyndilega glitta í eitthvað milli steina og kemur auga á perlu í opinni skel – og alveg eins og í ævintýri – starir maður í perluna og sér að inní henni, með örfínu letri, stendur Orðabönd. Ótrúlegt en alveg dagsatt.“
50+ Tengdar fréttir Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00 Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ 50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ Sjá meira
Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02
50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00
50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02
50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00
Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög