Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Siggeir Ævarsson skrifar 5. júlí 2025 22:47 Leikmenn liðanna stilla sér upp fyrir leik Twitter@OfficialNIFL Stórmerkilegur Evrópuleikur fór fram á Norður-Írlandi í dag þegar Glenavon FC tók á móti Erzgebirge Aue frá Þýskalandi. Sennilega kannast þó fáir við þessi lið enda leika þau bæði í neðri deildum og átti leikurinn upphaflega að fara fram árið 1960. Glenavon vann írska meistaratitilinn árið 1960 og dróst gegn Erzgebirge Aue í Evrópukeppninni næsta tímabil. En þar sem Erzgebirge Aue var staðsett á bakvið Járntjaldið í Austur-Þýskalandi fengu leikmenn Glenavon ekki vegabréfsáritanir og þrátt fyrir að heimild hefði fengist til að leika báða leikina á hlutlausum völlum varð ekkert úr því og Evrópudraumar Glenavon runnu út í sandinn. Tvít tengdi liðin saman á ný Adam Carson, fjölmiðlafulltrúi Glenavon, skrifaði tvít fyrir nokkrum árum þar sem hann ákvað að reyna að kanna áhuga Þjóðverjana á að klára einvígið og er skemmst frá því að segja að stuðningsmenn Erzgebirge Aue tóku gríðarlega vel í málið. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi í fyrra þar sem Þjóðverjarnir fóru með 5-0 sigur af hólmi og seinni leikurinn var leikinn í dag en einvígið endaði alls 7-0 þýska liðinu í vil. Um 1.200 þýskir stuðningsmenn gerðu sér ferð til Lurgan, heimabæjar Glenavon, og fóru í skrúðgöngu um bæinn fyrir leikinn við mikinn fögnuð innfæddra enda ekki á hverjum degi sem svo margir ferðamenn heimsækja þennan 38 þúsund manna bæ á Norður-Írlandi. Ekki eina dæmið um löngu frestaðan leik Úrslitin í leikjunum tveimur eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst táknræn en Carson sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá því að leyfa þessum tveimur fyrrum meistaraliðum að mætast og að aðdáendur gætu fagnað saman. Þetta Evrópueinvígi er þó ekki eina dæmið um frestað Evrópuleik sem var leikinn löngu seinna en árið 1930 var leikur Lailapas frá Grikklandi og Karşıyaka frá Tyrklandi flautaður af vegna veðurs eftir aðeins þrjár mínútur. Sá leikur var flautaður á á ný árið 2014 en í stöðunni 5-5 var ákveðið að leyfa honum að standa sem jafntefli um aldir alda. 🗓️Today, Glenavon (NIR) faced Erzgebirge Aue (GER) to complete a European Cup tie originally drawn in 1960/61.🛂Back then, Cold War visa issues forced both clubs to withdraw. Now, 65 years later, they finally finished the tie, Aue winning 7–0 on aggregate.🙅♂️But this isn’t… pic.twitter.com/4uQjZnBgH2— UEFA Obscura (@UEFAObscura) July 5, 2025 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Glenavon vann írska meistaratitilinn árið 1960 og dróst gegn Erzgebirge Aue í Evrópukeppninni næsta tímabil. En þar sem Erzgebirge Aue var staðsett á bakvið Járntjaldið í Austur-Þýskalandi fengu leikmenn Glenavon ekki vegabréfsáritanir og þrátt fyrir að heimild hefði fengist til að leika báða leikina á hlutlausum völlum varð ekkert úr því og Evrópudraumar Glenavon runnu út í sandinn. Tvít tengdi liðin saman á ný Adam Carson, fjölmiðlafulltrúi Glenavon, skrifaði tvít fyrir nokkrum árum þar sem hann ákvað að reyna að kanna áhuga Þjóðverjana á að klára einvígið og er skemmst frá því að segja að stuðningsmenn Erzgebirge Aue tóku gríðarlega vel í málið. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi í fyrra þar sem Þjóðverjarnir fóru með 5-0 sigur af hólmi og seinni leikurinn var leikinn í dag en einvígið endaði alls 7-0 þýska liðinu í vil. Um 1.200 þýskir stuðningsmenn gerðu sér ferð til Lurgan, heimabæjar Glenavon, og fóru í skrúðgöngu um bæinn fyrir leikinn við mikinn fögnuð innfæddra enda ekki á hverjum degi sem svo margir ferðamenn heimsækja þennan 38 þúsund manna bæ á Norður-Írlandi. Ekki eina dæmið um löngu frestaðan leik Úrslitin í leikjunum tveimur eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst táknræn en Carson sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá því að leyfa þessum tveimur fyrrum meistaraliðum að mætast og að aðdáendur gætu fagnað saman. Þetta Evrópueinvígi er þó ekki eina dæmið um frestað Evrópuleik sem var leikinn löngu seinna en árið 1930 var leikur Lailapas frá Grikklandi og Karşıyaka frá Tyrklandi flautaður af vegna veðurs eftir aðeins þrjár mínútur. Sá leikur var flautaður á á ný árið 2014 en í stöðunni 5-5 var ákveðið að leyfa honum að standa sem jafntefli um aldir alda. 🗓️Today, Glenavon (NIR) faced Erzgebirge Aue (GER) to complete a European Cup tie originally drawn in 1960/61.🛂Back then, Cold War visa issues forced both clubs to withdraw. Now, 65 years later, they finally finished the tie, Aue winning 7–0 on aggregate.🙅♂️But this isn’t… pic.twitter.com/4uQjZnBgH2— UEFA Obscura (@UEFAObscura) July 5, 2025
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira