„Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 13:01 Logi Einarsson segir langtímaverkefni að snúa við fjármögnun háskólakerfisins. Vísir/Vilhelm Háskólaráðherra segir ósk opinberra háskóla um hækkun skrásetningagjalda nemenda ekki koma á óvart. Hann segir íslenskt háskólakerfi vera fjármagnað undir meðaltali OECD og hafi verið lengi. Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira