Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Jón, Friðrik Bjartur og Unnur kanna nýja útibúið. Vísir/Friðrik Bjartur Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“ Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“
Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira