Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 16:24 Begur lagði af stað á mánudag. Skjáskot/Instagram Íslenskur slökkviliðsmaður gengur nú 465 kílómetra frá Goðafossi að Gróttuvita til að vekja athygli á andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Hann er kominn á þriðja dag af tólf, hefur lokið 87 kílómetrum en áttar sig nú á því að hann klári þetta ekki einn síns liðs. „Ég vil nýta styrk minn og úthald til að vekja athygli á málefni sem skiptir miklu máli,“ er haft eftir Bergi Vilhjálmssyni, slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanni, í fréttatilkynningu frá Píeta en Bergur lagði af stað frá Goðafossi á mánudag með 100 kg kerru í eftirdragi og hyggst ekki stoppa fyrr en hann nær að Gróttuvita. Þetta gerir hann til vitundarvakningar andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Auk þess gengur hann til styrktar Píeta-samtökunum og til að sýna fram á mikilvægi þess að biðja um hjálp. Gangan ber nafnið „Skrefið fyrir vonina“. View this post on Instagram A post shared by Skrefið fyrir Píeta samtökin 💛 (@skrefid2025) „Enginn ætti að þurfa að kljást við myrkrið einn,“ bætir göngugarpurinn við í tilkynningunni. „Ef þetta verkefni getur hjálpað einni manneskju að sjá að hún er ekki ein, það sé alltaf von og það sé hægt að leita sér hjálpar, þá hefur það skilað árangri. Og nú getur almenningur fylgst með ferðum Bergs, sem hefur nú á þriðja degi göngunnar klárað 87 kílómetra, eða um einn fimmta af heildarvegalengdinni. Hér er hægt að sjá hvert Bergur er kominn. Hann kveðst þó hafa áttað sig á að hann þurfi hjálp til að ljúka verkefninu. Bergur gengur einn með vistir sínar og búnað, en hann er þó ekki einn í þessu átaki. Tökulið fylgir honum alla leið og vinnur að heimildarmynd um verkefnið: Að hlusta, hjálpa og opna umræðuna. Upplýsingar um hvernig leggja megi Bergi lið má finna á vef Píeta. Þetta er ekki fyrsta slíka uppátæki Bergs en í fyrra gekk hann 100 kílómetra með 100 kílóa sleða í eftirdragi. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ég vil nýta styrk minn og úthald til að vekja athygli á málefni sem skiptir miklu máli,“ er haft eftir Bergi Vilhjálmssyni, slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanni, í fréttatilkynningu frá Píeta en Bergur lagði af stað frá Goðafossi á mánudag með 100 kg kerru í eftirdragi og hyggst ekki stoppa fyrr en hann nær að Gróttuvita. Þetta gerir hann til vitundarvakningar andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Auk þess gengur hann til styrktar Píeta-samtökunum og til að sýna fram á mikilvægi þess að biðja um hjálp. Gangan ber nafnið „Skrefið fyrir vonina“. View this post on Instagram A post shared by Skrefið fyrir Píeta samtökin 💛 (@skrefid2025) „Enginn ætti að þurfa að kljást við myrkrið einn,“ bætir göngugarpurinn við í tilkynningunni. „Ef þetta verkefni getur hjálpað einni manneskju að sjá að hún er ekki ein, það sé alltaf von og það sé hægt að leita sér hjálpar, þá hefur það skilað árangri. Og nú getur almenningur fylgst með ferðum Bergs, sem hefur nú á þriðja degi göngunnar klárað 87 kílómetra, eða um einn fimmta af heildarvegalengdinni. Hér er hægt að sjá hvert Bergur er kominn. Hann kveðst þó hafa áttað sig á að hann þurfi hjálp til að ljúka verkefninu. Bergur gengur einn með vistir sínar og búnað, en hann er þó ekki einn í þessu átaki. Tökulið fylgir honum alla leið og vinnur að heimildarmynd um verkefnið: Að hlusta, hjálpa og opna umræðuna. Upplýsingar um hvernig leggja megi Bergi lið má finna á vef Píeta. Þetta er ekki fyrsta slíka uppátæki Bergs en í fyrra gekk hann 100 kílómetra með 100 kílóa sleða í eftirdragi.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira