„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 20:19 Þórdís Jóna er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem leiðir þróunarverkefni í málefnum erlendra barna. Vísir/Ívar Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“ Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“
Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira