„Þetta gerist rosa hratt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2025 10:00 Kristinn Pálsson flytur með fjölskylduna til Ítalíu í haust. vísir / ívar Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild. Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.
Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira