Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 14:10 Eimskip hefur selt Lagarfoss. Þessi mynd sýnir annað skip félagsins, Brúarfoss. Vísir/Vilhelm Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Það gerir um 485 milljónir króna. Salan er sögð tengjast lokun kísilversins PCC Bakka. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar segir að Lagarfoss hafi verið smíðaður árið 2014 í Kína og hannaður sérstaklega fyrir flutningsleiðir Eimskips. Lagarfoss hafi þjónað félaginu í rúman áratug og gengt mikilvægu hlutverki í rekstri þess. Flutningar fyrir PCC Bakka burðarás í flutningakerfinu „Ákvörðun um sölu byggir meðal annars á hagstæðum aðstæðum á endursölumarkaði skipa og mótun siglingakerfisins sem hefur verið til skoðunar undanfarna mánuði, sér í lagi eftir tilkynningu PCC Bakka um tímabundna stöðvun á starfsemi. Flutningar fyrir PCC Bakka hafa verið burðarásinn í sérhæfðum strandsiglingum félagsins á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Við söluna á Lagarfossi muni, að minnsta kosti tímabundið, fækka um eitt skip í rekstri Eimskip. Vonir standi til að hægt verði að bjóða áhöfn Lagarfoss starf á öðrum skipum félagsins. Samhliða afhendingu á skipinu muni verða breytingar á sérhæfðum strandsiglingum félagsins á Íslandi. Markmið félagsins muni eftir sem áður vera að þjónusta landsbyggðina með framúrskarandi hætti en umfang sjóflutninga muni óhjákvæmilega minnka. Viðskiptavinir verði upplýstir um breytingar á þjónustu þegar nær dregur og þær liggja fyrir. „Með ofangreindum aðgerðum og breytingum á siglingakerfi félagsins, sem nú eru til skoðunar, er það mat félagsins á þessum tímapunkti að rekstrarleg áhrif væntra breytinga séu jákvæð til skemmri tíma.“ Seldur til Madeira Þá segir að kaupandi skipsins sé portúgalska flutninga- og hafnarrekstrarfyrirtækið Grupo Sousa, sem sé með aðsetur á Madeira. Grupo Sousa reki skipafélagið GS Lines sem sinni reglulegum vöruflutningum á milli Portúgals og Azore eyja, Madeira, Canary eyja, Grænhöfðaeyja og Gínea-Bissá í Afríku með sex skipum. Gert sé ráð fyrir að afhenda skipið í Reykjavík á tímabilinu ágúst til september, en salan sé háð hefðbundnum fyrirvörum um kaup og sölu skipa. Eimskip Skipaflutningar Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar segir að Lagarfoss hafi verið smíðaður árið 2014 í Kína og hannaður sérstaklega fyrir flutningsleiðir Eimskips. Lagarfoss hafi þjónað félaginu í rúman áratug og gengt mikilvægu hlutverki í rekstri þess. Flutningar fyrir PCC Bakka burðarás í flutningakerfinu „Ákvörðun um sölu byggir meðal annars á hagstæðum aðstæðum á endursölumarkaði skipa og mótun siglingakerfisins sem hefur verið til skoðunar undanfarna mánuði, sér í lagi eftir tilkynningu PCC Bakka um tímabundna stöðvun á starfsemi. Flutningar fyrir PCC Bakka hafa verið burðarásinn í sérhæfðum strandsiglingum félagsins á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Við söluna á Lagarfossi muni, að minnsta kosti tímabundið, fækka um eitt skip í rekstri Eimskip. Vonir standi til að hægt verði að bjóða áhöfn Lagarfoss starf á öðrum skipum félagsins. Samhliða afhendingu á skipinu muni verða breytingar á sérhæfðum strandsiglingum félagsins á Íslandi. Markmið félagsins muni eftir sem áður vera að þjónusta landsbyggðina með framúrskarandi hætti en umfang sjóflutninga muni óhjákvæmilega minnka. Viðskiptavinir verði upplýstir um breytingar á þjónustu þegar nær dregur og þær liggja fyrir. „Með ofangreindum aðgerðum og breytingum á siglingakerfi félagsins, sem nú eru til skoðunar, er það mat félagsins á þessum tímapunkti að rekstrarleg áhrif væntra breytinga séu jákvæð til skemmri tíma.“ Seldur til Madeira Þá segir að kaupandi skipsins sé portúgalska flutninga- og hafnarrekstrarfyrirtækið Grupo Sousa, sem sé með aðsetur á Madeira. Grupo Sousa reki skipafélagið GS Lines sem sinni reglulegum vöruflutningum á milli Portúgals og Azore eyja, Madeira, Canary eyja, Grænhöfðaeyja og Gínea-Bissá í Afríku með sex skipum. Gert sé ráð fyrir að afhenda skipið í Reykjavík á tímabilinu ágúst til september, en salan sé háð hefðbundnum fyrirvörum um kaup og sölu skipa.
Eimskip Skipaflutningar Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira