Ofbeldi í garð fangavarða eykst Oddur Ævar Gunnarsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 12. júlí 2025 21:54 Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í árásum og þeir fái viðeigandi sálarhjálp. Vísir/Lýður Fangaverðir á Íslandi verða sífellt fyrir meira ofbeldi í starfi. Fimm urðu að leita á slysadeild eftir hópárás í liðinni viku þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Talsmaður fangavarða segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í slíkum árásum. Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“ Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“
Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira