„Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2025 06:39 Matthías Matthíasson segir unga fanga helst vera þá sem beiti ofbeldi. Vísir Ungir fangar er líklegasti hópurinn til að beita fangaverði ofbeldi og erfiðast er að ná til þeirra. Teymisstjóri segir um indæla menn að ræða sem fái þrátt fyrir það stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir. Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01