Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 19:29 Mikil stemmning var í Nauthólsvík enda mikið blíðviðri. Vísir/Lýður Hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í dag orsakaði blíðviðri víðast hvar. Egg var steikt á bíl, hitamet slegin víða og mátti litlu muna að vísa þyrfti sundlaugargestum frá í Reykjavík. Fréttastofa ræddi við landsmenn sem nutu sín í sól og sumaryl. Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg
Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira