Innlent

Strand­veiðar bannaðar á morgun

Agnar Már Másson skrifar
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm

Strandveiðum er að óbreyttu lokið í ár. Fiskistofa mun stöðva strandveiðar á morgun þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu. Gerist þetta meðal annars vegna þess að afgreiðsla strandveiðifrumvarps atvinnuvegaráðherra var ekki kláruð á nýloknu þingi. Frumvarpið var lagt fram svo tryggja mætti smábátasjómönnum rétt til 48 daga strandveiða.

„Auglýsing um stöðvun strandveiða mun birtast í stjórnartíðindum síðar í dag þar sem fram kemur að strandveiðar eru bannaðar frá og með 17. Júlí,“ hljóðar tikynning Fiskistofu í heild sinni.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×