Körfubolti

Fær átta milljarða frá tveimur fé­lögum á tíma­bili þar sem hann spilar ekki leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Damian Lillard ætlar að enda feril sinn þar sem hann byrjaði eða hjá Portland Trail Blazers.
 Damian Lillard ætlar að enda feril sinn þar sem hann byrjaði eða hjá Portland Trail Blazers. Getty/Soobum Im

Bandaríski körfuboltamaðurinn Damian Lillard er kominn aftur heim til Portland Trail Blazers í NBA deildinni í körfubolta eftir að Milwaukee Bucks lét hann fara fyrr í sumar.

Trail Blazers og Lillard hafa komist að samkomulagi um þriggja ára og 42 milljón dollara samning.

Trail Blazers valdi Lillard í nýliðavalinu og hann spilaði þar fyrstu ellefu timabil sín. Félagið skipti honum síðan til Bucks árið 2023.

Lillard varð fyrir því óláni að slíta hásin í úrslitakeppninni í apríl og hann spilar því ekkert á næstu leiktíð.

Bucks ákvað að láta hann fara og borga upp samninginn þrátt fyrir að hann ætti mörg ár eftir. Lillard fær því 113 milljónir dollara frá Milwaukee fyrir að spila ekki fyrir félagið. Félagið dreifir upphæðinni á næstu tímabil til að búa til pláss undir launaþakinu.

Þessir tveir samningar þýða jafnframt að þessi tvö félög eru að borga honum samtals sjötíu milljónir dollara fyrir tímabilið 2025-26, tímabil þar sem hann spilar ekki leik.

Lillard er því að fá 8,6 milljarða frá félögunum tveimur án þess að skila einni mínútu inn á vellinum.

Lillard er 35 ára gamall og á mörg félagsmet hjá Portland Trail Blazers eins að vera sá sem er með flest stig (19376, flesta þrista (2387) og flestar stoðsendingar (5151) í sögunni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×