Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 15:57 Zakarías, til vinstri, og Hlynur Snær, til hægri, tóku málin í eigin hendur. Félagarnir Hlynur Snær Stefánsson og Zakarías Friðriksson hættu að nenna að standa í því að selja notaðar íþróttavörur á Facebook og hafa því boðað opnun Sportbássins. Þangað getur fólk komið með íþróttavörur sem safna ryki og þeir sjá um að koma þeim í verð. Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“ Verslun Umhverfismál Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“
Verslun Umhverfismál Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent