Sport

Dag­skráin: Topp­lið Vals­manna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Besta deild kvenna í fótbolta fer aftur af stað í kvöld.
Besta deild kvenna í fótbolta fer aftur af stað í kvöld. vísir/Guðmundur

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á fimmtudögum.

Topplið Brestu deildar karla spilar mikilvægan útileik í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og Besta deild kvenna í fótbolta fer aftur af stað eftir EM-frí.

Valsmenn, sem eru á toppnum í Bestu deild karla, heimsækja Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni og hefst bein útsending frá leiknum klukkan 15.50.

Það verða þrír leikir sýndir beint í Bestu deild kvenna og þar á meðal er stórleikur Breiðabliks og Þróttar. Norðurlandsslagur Tindastóls og Þór/KA verður einnig sýndur sem og leikur Vals og botnliðs FHL.

Það verður einnig The Senior Open golfmótinu og frá kvöldi sex á World Matchplay í pílukasti.

Kvöldið endar síðan með leik í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 15.50 hefst bein útsending frá leik Kauno Zalgiris og Vals í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta.

Klukkan 18.45 hefst bein útsending frá leik Breiðabliks og Þróttar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

SÝN Sport 4

Klukkan 12.30 hefst útsending frá The Senior Open golfmótinu.

Sýn Sport 5

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik Tindastóls og Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik Vals og FHL í Bestu deild kvenna í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 18.30 hefst útsending frá kvöldi sex á á World Matchplay í pílukasti.

Klukkan 23.30 hefst bein útsending frá leik St. Louis Cardinals og San Diego Padres í bandarísku hafnaboltadeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×