„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2025 22:31 Arnar Eggert grætur fallið íkon. Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag. Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“ Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“
Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning